Jarðhitarannsóknir á Íslandi

Heitasta hveraauga landsins er í Kerlingarfjöllum. Gufuhitinn er 140°C.
Ljósm. Árni Hjartarson.

Íslendingar hafa notað hveravatn frá fyrstu tíð. Jarðhiti á Íslandi var fyrst rannsakaður á 18. öld en um miðja síðustu öld var komið á skipulögðum jarðhitarannsóknum.
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, og forverar þeirra hafa verið í fararbroddi og í sextíu ár hafa þeir veitt ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar sem og annarra auðlinda hér heima og erlendis.

Uppistaða jarðhitans á Íslandi felst í úrkomu sem kemst í snertingu við heitan berggrunn í jörðinni. Að minnsta kosti 20 háhitasvæði eru á Íslandi. Þau eru í hinu virka gos- og gliðnunarbelti en þar getur hraunkvika verið á nokkurra kílómetra dýpi. Hiti vökvans á háhitasvæðum nær allt að 200°C í efstu 1.000 metrum jarðskorpunnar. Lághitasvæðin á Íslandi eru talin vera um 250 talsins. Þar er jarðskorpan eldri og hefur kólnað um leið og hana hefur rekið til hliðar út frá gosbeltunum. Hiti vökvans er á bilinu 50-150°C í efstu 1.000 metrum jarðskorpunnar.

Sjá myndband hér frá Ísor

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga