Norðurljós Olgeirs á frímerkjasýningu
Norðurljósamyndir Olgeirs Andréssonar fara víða og hafa þær m.a. ratað á frímerki frá Póstinum. Nú eru frímerkin með myndum Olgeirs á leið á sýningu.

Norræna frímerkjasýningin NORDIA 2013 verður haldin í Ásgarði í Garðabæ 7.-9. júní 2013. Þetta er í sjötta sinn sem þessi Norræna frímerkjasýning er haldin hérlendis. Íslandspóstur mun að venju gefa út smáörk í tilefni hennar og eru norðurljósin þema hennar að þessu sinni.

Hlynur Ólafsson grafískur hönnuður hannaði smáörkina sem inniheldur 4 frímerki að verðgildi er 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.). Söluverð smáarkarinnar er því 700 kr. Norðurljósamyndirnar tók Olgeir Andrésson.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga