Blönduósbær tilbúinn fyrir gagnaver
Sjá fréttina hér
Fá sveitarfélög eru jafn vel undirbúin fyrir uppbyggingu gagnavers og Blönduósbær, en slík starfsemi gæti hafist þar með skömmum fyrirvara. Íslandsstofa valdi Blönduós til samstarfs við að kynna landið sem vænlegan kost fyrir gagnaver.

Blönduósbær var eitt fjölmargra sveitarfélaga sem á sínum tíma gengu til samstarfs við fyrirtæki sem voru áhugasöm um gagnaver. Lengst gengu viðræður við Greenstone sem hafði uppi stór áform á Blönduósi en hætti við vorið 2012. En gagnaver er ennþá ofarlega á blaði á Blönduósi og bæjarstjórinn segir áhuga erlendra stórfyrirtækja enn fyrir hendi.

Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, segir algengt að áhugasamir komi í heimsókn og vilji skoða landið. Hann telur bæinn vera í sterkri stöðu til þess að bjóða upp á gott byggingarland.

Þarna vísar Arnar í nýlegt deiliskipulag þar sem 270 hektara land er sérstaklega eyrnamerkt gagnaveri. Þá segir hann nálægðina við Blönduvirkjun skipta máli, auk þess sem fyrir séu sterkar gagnatengingar og fleira sem geri svæðið hagstætt fyrir gagnaver. Og þessi vinna heimamanna á Blönduósi hefur orðið til þess að Íslandsstofa valdi þá til samstarfs og hafa fulltrúar þaðan farið á alþjóðlegar ráðstefnur og kynnt Ísland sem vænlegan kost fyrir gagnaver.

Anrar segir að starfsfólk bæjarins reyni vitaskuld að láta ljós sitt skína á þeim ráðstefnum og auglýsi þessa möguleika eins vel og það geti. Alltaf séu einhverjir sem sýni bænum áhuga.
Sjá fréttina hér

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga