Jákvæður boðskapur daglega
Á ólgutímum í samfélaginu veitir okkur flestum af jákvæðum boðskap annað veifið og hefur Maggý Mýrdal, hönnuður, fundið einstaklega skilvirka og um leið smekklega leið til til þess, en með sérhönnuðum límmiðum hennar er nú hægt að skreyta heimilið á einstakan hátt.
Maggý stofnaði fyrirtæki sitt, {fonts} – Hönnun og List, fyrir um ári síðan og segir hún viðbrögðin hafa verið ótrúleg. „Þetta er í raun og veru afskaplega ódýrt og auðvelt að setja upp, en gerir samt svo ótrúlega mikið fyrir rýmið sem verið er að vinna með,” segir Maggý.

Texti sem á erindi við okkur öll
Hönnunin er af fjölbreyttum toga, en Maggý segir að svokallaðir bænakrossar og fjölskyldutextar séu hvað vinsælastir. „Þetta eru textar sem virðast eiga erindi við okkur flest og hollt að sjá reglulega. Þannig hafa bænakrossarnir verið mjög vinsælir sem vöggugjafir og líka hjá ömmum og öfum,” segir Maggý. Bænakrossinn er einnig fáanlegur á púðum, sem Maggý segir ekki síður vinsæla.
Maggý segist alltaf hafa haft gaman að vinna með bænir og jákvæðan boðskap. „Verkin tengjast ekkert endilega trú, ef til vill frekar að minna okkur á að hugsa fallega og á það ef til vill ekki síst við í þessu árferði,” segir Maggý. Fonts býður einnig upp á sérprentun á límmiðum og segir Maggý það vera vinsælt að velja texta úr popplögum sem einstaklingar telja að eigi vel við sig eða sína.

Allir velkomnir í bílskúrinn
Frá því reksturinn hófst hefur fyrirtækið færst frá eldhúsborðinu yfir í barnaherbergi og þaðan yfir í bílskúr í Kópavoginum þar sem Maggý er alla þriðjudaga og föstudaga milli þrjú og sex við iðn sína. Hún hvetur fólk endilega til að koma og heimsækja sig og fá ráðgjöf um hvernig megi gera umhverfið persónulegra. Hún hefur þannig veitt fólki kennslu og ráðgjöf um hvernig megi stensla texta á veggi og húsgögn og gera þau þar með einstök. Maggý segist svo ætla að setja á laggirnar námskeið í því eftir jól.

Veggjaskrautið er fáanlegt í mörgum litum og útfærslum
Maggý bendir á að í Fonts sé hægt að fá mikið úrval af tækifærisgjöfum við flest tilefni, allt frá pönnukökuuppskriftum í eldhús að íslenskum vísum fyrir börn.
Frekari upplýsingar má nálgast á: http://www.facebook.com/fontshonnunoglist
Bílskúrinn hennar Maggýar er við Flesjakór 5 í Kópavogur og í hana má ná í síma 697-5455/562-8001.

www.facebook.com/fontshonnunoglist

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga