Lýsa upp skammdegið með brag
Strákarnir í Glóey þeir Haukur og Baldur eru sannarlega með hlutina á hreinu þegar kemur að bæði hönnun og hugviti. Auk fagurlagaðra ljósapera líkt og Edisonperuna eiga þeir í fórum sínum litríkar tausnúrur sem eru það allra vinsælasta í dag samkvæmt evrópskum hönnuðum. Tausnúrurnar hreyfa við hönnuðum hversdagsins líka en auk þeirra býður Glóey upp á úrval af lampasnúrum, klóm, snúrurofum, snúrudimmum, fatningum og skermahöldum. Allt fyrir þá sem hafa löngun til að hanna og smíða sinn eigin lampa. Ýmis konar minni heimilistæki, viftur, lampar, stækkunarglerslamparnir sem seljast nánast alltaf upp um leið og þeir koma, hreyfiskynjarar, fjarstýrðir dimmerar, dyrabjöllur og rafhlöður í allt mögulegt er aðeins brot af því sem er á boðstólum hjá verslunnini Glóey. Einnig er þar að finna eitt stærsta úrval spennubreyta og breytiklóa, fjöltengja og millistykkja  á landinu og ættu ferðalangar að geta notið góðs af.  Í versluninni er svo yfirleitt rafvirki sem veitir faglegar ráðleggingar.

Það hefur komist í venju að aðrar verslanir vísi á Glóey, „Ef það fæst ekki hjá okkur, farðu þá í Glóey“ mætti segja að væri orðið að orðatiltæki hjá samkeppnisaðilunum. Þeir bræður flytja inn vörur sínar að stórum hluta sjálfir frá Evrópu og Ameríku og skipta þá við tíu til tólf mismunandi framleiðendur á meðan margar verslanir skipta aðeins við einn. 

Nú eru jólin skammt undan og því komu fyrstu jólaljósin í hús í vikunni. Ný gerð útipera í jólaskreytingar er komin á markaðinn sem endast tí til þrítugfalt lengur en venjulegar perur og kosta ekki nema helmingi meira. „Þær mætti svo sjálfsagt nota sem golfbolta eftir jólin“ segir Haukur stríðnislega um leið og hann fleygir einni jólaperunni í gólfið - enda LED pera og því úr nánast óbrjótanlegu efni. Perurnar fást í gulum og rauðum litum sem eru þeir litir sem seljast hvað mest. Fjarstýrða tengla er svo vert að nefna sem gleðigjafa, bæði yfir jólin og hversdags.   Glóey selur saman í pakka þrjár innstungur og fjarstýringu sem slekkur þau ljós sem stungið er í samband.  Þannig er hægt að setja jólatrésseríu  í eina innstunguna, aðventuljós í aðra, svo etv. gluggaskreytingu  í þá þriðju – og stjórna þeim  með fjarstýringunni.
Verslunin Glóey í Ármúlanum hefur sinnt viðskiptavinum sínum af alúð í bráðum 40 ár og má svo sannarlega segja að eigendurnir séu sérfræðingar í því að lýsa upp skammdegið.

www.gloey.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga