Úrval eldhúsinnréttinga hjá Birninum
Það er alger óþarfi að skipta um alla eldhúsinnréttinguna þegar fólk vill breyta eldhúsinu hjá sér, segir Páll Þór Pálsson hjá Innréttingaþjónustu Bjarnarins ehf. í Ármúla 29 og bætir við: „Það er alveg nóg að skipta út hurðum og borðplötum og þú ert komin með nýtt eldhús. Þessu fylgir lítið sem ekkert rask, hvorki í pípulögnum né rafmagni og þú þarft ekki að endurnýja eldhústæki eins og eldavélina og ísskápinn. Það er töluvert um að fólk sé að velja þessa leið nú um stundir.“

Innréttingaþjónusta Bjarnarins er með hefðbundnar eldhúsinnréttingar í öllum útfærslum, bæði nýtísku innréttingar og gamaldags. Páll segir þetta allt snúast um að hverju fólk sé að leita. „Við getum smíðað flest sem viðskiptavinir okkar biðja um. Við erum ekki svo staðlaðir að við getum ekki breytt út af staðli. Við erum með fjölmargar viðartegundir og liti og allar mögulegar tegundir af borðplötum.“ Eina sem þarf að gera er að skoða úrvalið á www.bjorninn.is og velja.

„Þegar búið er að velja innréttingu, mætum við á staðinn og mælum allt rýmið nákvæmlega áður en smíði hefst. Við berum ábyrgð á öllum málum,“ segir Páll.

www.bjorninn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga