Skapandi þjóð
Handverks- og hönnunarsýningin í Ráðhúsinu er nýafstaðin og það er óhætt að fulyrða að hún hafi verið einstaklega glæsileg. Alls sýndu 57 hönnuðir verk sín, sem voru bæði fjölbreytt og fallega unnin. Á sýnngunni var fatnaður, skartgripir, gler, leir og postulín, vefnaður, útsaumur, tréskurður, hnífar og ýmsi mataráhöld, kort og kerti, hattar og hárskraut – og það hefði verið lítill vandi að kaupa allar jólagjafirnar þar.

Oft er spurt hvað sé hönnun og svarið er einfalt. Flest allt sem við notum og höfum í kringum okkur er að einhverju leyti hannað af fólki. Hvort sem það er stóllinn sem þú situr á, kertastjakinn á borðinu, bollinn sem þú drekkur úr, fötin sem þú klæðist, hnífurinn sem þú skerð með, húsið sem þú býrð í, bíllinn sem þú keyrir. Þannig væri hægt að telja upp nánast allt sem manngert er í heiminum.

Samkvæmt íslensku alfræðiorðabókinni er hönnun „mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi.  Hönnun er ferli sem hefst með hugmynd. Hugmyndin er þróuð í gegnum skissuferli og síðan unnið með hugmyndina þar til hún er fullunnin. Að því loknu er hugmyndin framkvæmd, framleidd eða byggð. Samt er það augljóst, að hönnuðir sérhæfa sig í  og eru sérfræðingar í því að búa til hugmyndir og framreiða þær í hendur annara handverksmanna til smíða og eða framleiðslu. Og það er slík hönnun sem var til sýnis i Ráðhúsinu – þótt vissulega hafi einnig verið þar hönnuðir sem framleiða sína gripi sjálfir.
En fyrri þá sem misstu af sýningunni er bent á að fara inn á vefsíðuna eða líta við í Aðalstræti 10 til að berja dýrðina augum. Það er hrein veisla fyrir augað að sjá hversu fallega vöru íslenskir hönnuðir eru að hanna.
www.handverkoghonnun.is" target="_blank">
www.handverkoghonnun.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga