Paradís hins skapandi krafts
Þegar talað er um hönnun og sköpunarkraft gleymist oftast að taka þann kraft sem býr með þjóðinni inn i breytuna; þörfinni og getunni til að fegra umhverfi sitt og líf. Föndra á Dalvegi 18 í Kópavogi er án efa draumaveröld þeirra sem njóta þess að beisla sinn sköpunarkraft. Verslunin sem var upphaflega á Langholtsvegi flutti á Dalveginn fyrir átta árum – og fagnar á næsta ári 15 ára afmæli sínu. Við flutningin voru gerðar ýmsar breytingar á versluninni.

Sprenging í handverki kvenna

„Þegar við fluttum hingað bættum við vefnaðarvörunni, sem við höfum flutt inn í þrjátíu ár, við og tókum inn prjónagarn,“ segja þær Björg Benediktsdóttir eigandi Föndru og Elínborg Proppé sem hefur unnið  hjá fyrirtækinu frá upphafi. Ástæðuna segja þær vera að hér hafi orðið alger sprenging í handverki kvenna á seinustu árum. „Konur eru aftur farnar að sauma og prjóna mikið á sig sjálfar sem og fjölskylduna, búa til skartgripi, breyta gömlum skóm og hanna sjálfar alls kyns fallega gjafavöru og skrautmuni.
Þegar Björg og Elínborg eru spurðar hvort kreppan hafi haft mikil áhrif að þessu leyti, svara þær því játandi. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að fólk fór að gera við föt, kaupa efni til viðgerða á fötum, sem annars var hent.  Nú setur fólk í rennilása og kaupir bætur á hné. Það opnaðist líka heil flóðgátt í prjónaskap eftir hrunið.

Skartgripir frá hálsi og niður á tær

Úrvalið í föndurvörum er slíkt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Björg og Elínborg segja skartgripagerð njóta mestra vinsælda í dag. „Konur eru að hanna skartgripi fyrir sig sjálfar og til tækifæris- og jólagjafa og það eru hreint ótrúlega fallgir gripir sem við erum að sjá hérna. Við leggjum mikið upp úr því að vera með allan grunn fyrir skartgripagerð, alls kyns festingar, keðjur, snúrur, teygjuþræði og leðurbönd – sem njóta mestra vinsælda um þessar mundir.  Síðan erum við með mikið úrval af perlum og steinum sem og trékúlum sem hægt er að mála með nýju akríllitunum frá Mörthu Stewart. Þá er líka hægt að nota á skó – og við erum í auknum mæli að sjá konur taka gömlu skóna sína, mála þá, setja á þá borða og perlur og alls konar skraut.  Korta- og kertagerð segja Björg og Elínborg njóta sívaxandi vinsælda og Föndra er með allt sem til þarf ti að búa til kerti og kort fyrir öll tækifæri.  Og auðvitað er Föndra með allt í sambandi við saumaskap, mjög góð dönsk snið, ONION – sem er einföld og allir geta farið eftir. Þar er líka að finna sníðablöð, prjónablöð, föndurblöð og heklublöð í miklu úrvali – og síðan er Föndra í samvinnu við hönnuði sem eru með saumanámskeið úti um allan bæ.

www.fondra.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga