Réttar umbúðir geta margfaldað sölu
Oddi framleiðir og hannar allar gerðir umbúða og eru þær eins ólíkar og vörurnar sem þær vernda. Umbúðirnar eru hannaðar bæði úr öskjuefni sem og bylgjupappa en Oddi er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir bylgjupappa. Öskjur eru léttari og henta því mjög vel sem innri umbúðir eða umbúðir utan um minni eða léttari hluti. Bylgjur eru þykkari og sterkari og henta því betur til flutnings og utan um brothættari vörur.
Hjá Odda nota þeir gjarnan máltækið „Fötin skapa manninn“ og segja að vel megi færa þá merkingu yfir á vöruumbúðir. Gæði umbúða, áprentun og áferð séu oft ráðandi þáttur í ákvörðun kaupenda og því beri að vanda umbúðavalið.
Hjá Odda starfa tveir umbúðahönnuðir, sem aðstoða við hönnun, útfærslu og tegund umbúða – og veita ráðleggingar varðandi form og val á hráefni. Það eru þau Snorri Már Snorrason og Elísabet Ýr Sigurðardóttir. Snorri lærði umbúðaráðgjöf í Noregi og Elísabet lærði í Seattle. Hún segist reyndar hafa numið innanhússhönnun og húsgagnahönnum – en starfi við umbúðahönnun einfaldega vegna þess að henni finnist hún skemmtileg. Auk þess starfar Elísabet við myndilist. En um hvað snýst umbúðahönnun?

Það er dýrt að flytja loft
„Við hönnum fyrst og fremst umbúðir utan um ákveðna vöru. Við byrjum á því að spyrja hvað umbúðirnar þurfi að gera fyrir vöruna. Umbúðir eru verndandi og í því sambandi er margt sem þarf að huga að. Til dæmis hvaða efni er notað í þær. Þurfa þær að  að þola raka, þurfa þær að komast í snertingu við matvæli – eða er fyrst og fremst verið að gera vöruna söluvænni? Form umbúðanna skiptir líka máli. Við þurfum að hugsa um pökkunarþáttinn hjá viðskiptavininum, til dæmis, hvernig umbúðirnar raðast upp. Þar þarf að taka tillit til rýmis sem er nýtt í flutninga og hvers konar flutninga er um að ræða. Í upphafi skal endinn skoða er setning sem skiptir miklu máli í okkar fagi. Ef, til dæmis, á að flytja vöruna á brettum, getur þetta orðið útreikningur upp á millimetra. Millimetri til eða frá í stærð getur gert það að verkum að við getum komið heilli röð í viðbót fyrir á bretti til flutninga erlendis. Það er dýrt að flytja loft. Þess vegna skoðum við dæmið frá lokapunktinum og fram á byrjunarreit.
Við gerum þrívíddar teikningu af stöfluninni og búum síðan til raunsýnishorn til þess að viðskiptavinurinn geti fengið rétta tilfinningu fyrir umbúðunum áður en farið er út í hina eiginlegu framleiðslu.“

Útlit skiptir máli
„Vandaðar og fallegar umbúðir gera vöruna mun sýnilegri fyrir neytandann. Þær spila sífellt stærra hlutverk í ímynd vöru og framleiðendur eru alltaf að gera sér betur grein fyrir mikilvægi umbúða í kaupákvörðunum viðskiptavinanna. Þegar þú ert úti í búð tekur þig aðeins sekúndubrot að sjá vöruna sem þú ákveður að kaupa. Sama varan er kannski til frá mismunandi framleiðendum en það er útlitið á einni þeirra sem grípur augað. Sem dæmi um það hversu miklu máli útlit skiptir, þá þekkjum við einn íslenskan framleiðanda sem breytti útiti umbúðanna hjá sér og tuttugufaldaði söluna og annan sem næstum fimmtíufaldaði söluna.“
Hvað umbúðaráðgjöf varðar, þá snýr hún að mjög mörgum þáttum, til dæmis, burðarstyrk umbúða, hagkvæmni stærðar og í sumum tilfellum að hægt sé að nota þær sem uppstillingu. Pappaumbúðir eru hundrað prósent endurvinnanlegar og því umvherfisvænar umbúðir og vernda vöruna vel.
Til að ýta undir þátt skapandi hönnunar stóðum við fyrir umbúðakeppni sem hét Umbúðahönnun 2012 í samstarfi við FÍT og Norræna húsið í mars á þessu ári. Það barst inn fjöldi skemmtilegra hugmynda sem dómnefnd valdi úr. Skilyrði var að hanna umbúðir sem voru framleiddar úr bylgju- eða kartonhráefni. Við framleiddum sýnishorn af fimmtán bestu umbúðunum og  verðlaunuðum þrjár bestu.  Það er gaman að segja frá því að tvær af verðlaunahugmyndunum eru komnar í framleiðslu og eina af þessum hugmyndum erum að nota sjálf utan um myndabækur sem við framleiðum hér í Odda.“

Pe
rsónuleg hönnun og hreindýrshöfuð
Við hönnum einnig standa utan um vörur sem fara í búðir til að gera vöruna mun sýnilegri en ella. Slíkir standar eru orðnir mjög vinsælir þar sem verið er að kynna eitthvað nýtt fyrir neytandanum. Hér skiptir umbúðahönnunin líka miklu máli. Hvernig er standurinn hannaður til að koma vörunni sem best á framfæri? Hvað vill viðskiptavinur okkar fá út úr framstillingunni? Á hvað vill hann leggja áherslu. Enn og aftur byrjum við á lokapunktinum og vinnum okkur aftur að upphafsreit.
Við styðjum einnig við fyrirtæki sem eru að vélvæða hjá sér pökkunarþáttinn og það er alveg sérhugsun.
Samhliða þessu erum við með kassaverslun sem selur kassa í stykkjatali og getum framleitt alls konar útgáfu af kössum eftir óskum. Þú getur komið með hugmynd eða skissu eða fullgerða teikningu til okkar og við vinnum kassann í samvinnu við þig. Og ekkert endilega kassa. Þetta geta verið alls konar persónulega hannaðar vörur, bækur, kort, dagatöl og nánast hvað sem er.
Að lokum er það svo það nýjasta hjá okkur. Það er skemmtileg útgáfa af hreindýrshöfði sem við hönnuðum úr bylgjpappa. Þessi hreindýrshöfuð eru til sölu í versluninni hjá okkur og á vefnum okkar.

www.oddi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga