Fáðu virðisaukann endurgreiddan, fresturinn rennur út 31.12.12
Allir vinna er hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir til að vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Það eru stjórnvöld í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem standa að átakinu.

  Í því felst:
•    hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði og sumarhús í 100% úr 60%
•    áhersla á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðinu en með því að útrýma svartri vinnu mætti auka skatttekjur ríkisins og þar með fjárveitingar til almannaþjónustu um 40 milljarða króna á ári, skv. mati Samtaka iðnaðarins.

Ef við Íslendingar höfum sama vilja í einhverju einu máli, þá er það viljinn til að viðhalda hér öflugri almannaþjónustu. Þess vegna er mikilvægt að við greiðum öll skatta. Með átakinu eru landsmenn hvattir til þátttöku í stórum sem smáum verkum og til að beina viðskiptum sínum að innlendri vöru og þjónustu, fjárfesta í viðhaldi íbúðarhúsnæðis/sumarhúsa og leggja þar með sitt af mörkum til atvinnusköpunar á Íslandi. 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við eigið húsnæði ýtir undir að viðhaldsverkefni af þessu tagi séu uppi á borðinu en átak til að stemma stigu við svartri vinnu er eitt af sameiginlegum hagsmunamálum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.
Stjórnvöld í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu, VR og Samtök iðnaðarins standa að átakinu.
Þetta er þjóðarátak til að vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Stjórnvöld í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu, VR og Samtök iðnaðarins. Þessir aðilar taka þátt með það að leiðarljósi að leggja sitt af mörkum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang.
Það er sáraeinfalt að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti en umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is. Skráðu þig inn á þjónustuvefinn og fylltu út eyðublaðið „beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts.“ Nauðsynlegt er að halda til haga frumritum af öllum greiddum reikningum vegna vinnu á byggingarstað og þurfa reikningarnir að vera sundurliðaðir í efniskostnað og kostnað vegna vinnu. Reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið
greiddir, er síðan skilað til ríkisskattstjóra.

Yfirleitt fæst endurgreiðslan á virðisaukaskattinum innan 15-30 daga, en það getur þó tekið lengri tíma. Ríkisskattstjóri sendir þér svo tilkynningu um endurgreiðslu ásamt frumritum reikninganna.Frumrit greiddra sölureikninga þurfa að fylgja umsókninni. Ef seljandi þjónustu hefur ekki kvittað fyrir greiðslu á reikninginn sjálfan þarf greiðslukvittun að fylgja með. Endurgreiðslan á virðisaukaskattinum er afturvirk og hægt að sækja um hana allt að 6 árum aftur í tímann en þá gildir ekki sama endurgreiðsluhlutfall öll árin.

Hvetjum alla til að velja löggilta fagmenn til að vinna verkin!

www.allirvinna.is">
www.allirvinna.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga