Gaman, alvara og gjafakortin góðu
Leikár Þjóðleikhússins er mjög áhugavert að þessu sinni. Góð blanda af íslenskum og erlendum verkum – og fullt af sýningum fyrir börnin. Fátt er meira heilsubætandi en leikhúsið, þar sem hægt er að gleyma hvunndags-
amstrinu með því að bregða sér í annan heim – sem jafnvel svar spurningum sem á manni brenna.
Einhver besta gjöf sem völ er á þetta misserið, hvort sem er til tækifæris- eða jólagjafa, er gjafakort í Þjóðleikhúsið. Handhafi gjafakortsins þarf ekki annað að gera en að velja sér sýningu og panta sér sæti í miðasölu.
Það er vel hugsað um börnin á leikárinu og ber þar hæst Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, eitt af uppáhaldsverkum allra barna sem aldrei gleymist á langri ævi. Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson sem hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd verður aðventuævintýri Þjóðleikhússins að þessu sinni. Í lok desember verður svo frumsýning á hinum ástsælu Karíusi og Baktusi sem eru miklu skemmtilegri í leikhúsinu en uppi í munninum. Leikritið er eftir Thorbjörn Egner.
Nýju íslensku verkin eru Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson, svört kómedía um íslenska fjölskyldu sem kemur saman í sumarbústaðnum til að fagna hálfrar aldar brúðkaupsafmæli foreldranna. Já elskan, nýtt sviðsverk eftir Steinunni Ketilsdóttur í samvinnu við leikhópinn. Nýjustu fréttir er ómótstæðilegt brúðuleikhúsverk fyrir fullorðna sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, eftir Sigríði Sunnu Reynisdóttur og Söru Marti Guðmundsdóttur. Verkið fjallar um áhrif frétta á líf okkar.
Tveggja þjónn eftir Richard Bean er nýr breskur margverðlaunaður gamanleikur sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á West End og Broadway. Verkið fjallar umFrancis sem er sísvangur og eldfljótur að misskilja, en með óbilandi sjálfsbjargarviðleitni.
Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones er ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum. Þetta bráðskemmtilega verk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í árslok 2000 og nú gefst leikhúsunnendum tækifæri til að sjá hana aftur.
Jólasýning Þjóðleikhússins verður síðan Macbeth eftir William Shakespeare í leikstjórn Benedict Andrews sem leikstýrði hér hinni svo ógleymanlegu sýningu á Lé konungi fyrir tveimur árum, sýningu sem var óskoraður sigurvegari á Grímuverðlaunahátíðinni 2011. Það er varla til betri jólagjöf en gjafakort Þjóðleikhússins á þessa kynngimögnuðu sýningu.

Það er vel hugsað um börnin á leikárinu og ber þar hæst Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, eitt af uppáhaldsverkum allra barna sem aldrei gleymist á langri ævi.

www.leikhusid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga