Mjúkt og ljúft
Skilgreiningin á „góðu víni“ er í hugum margra vín sem er hægt að drekka með hverju sem er. Þótt uppi séu miklar meiningar um að drekka eigi hvítvín með sjávarfangi og rauðvín með lamba- og nautakjöti, eru það hreint engin lög. Svo drekka sumir aldrei hvítvín, aðrir drekka aldrei rauðvín. Það er allur gangur á þessu og auðvitað eigum við að drekka það  vín sem okkur finnst best með mat.
Mjúkt  og ljúft rauðvín er til dæmis eðaldrykkur með sjávarfangi sem eldað er með miklum hvítlauk sem og með grænmetis- og baunaréttum af öllu tagi. Þetta er ekki endilega spurning um grunnhráefnið, heldur spila kryddin sem notuð eru með því ekki minna hlutverk. Milt rauðvín fer vel með hvítlauk og öllum lauk, engifer og öllum hnetum, cumin-, kóríander- og kanilkryddum. Það fer vel með indverskum mat og öðrum sterkkrydduðum mat – en bara ef það er mjúkt og ljúft.
Eitt vinsælasta vínið í Vínbúðunum síðustu misserin er Kasaura vínið sem kemur frá Abruzzo á Ítalíu, héraði sem er austur af Róm. Kasaura er unnið úr Montepulciano þrúgunni sem er einkennandi fyrir héraðið. Það þarf varla að undrast vinsældir þess þar sem það er bæði milt og mjúkt, en hefur samt góða fyllingu. Kasaura er rúbínrautt,með meðalfyllingu. Það er þurrt, með ferskri sýru og þroskuðu tannín. Í því eru dökk og rauð ber, plóma, krydd, eik og vanilla.
Það er alveg óhætt að mæla með Kasaura víninu sem fékk Gyllta glasið frá Vínþjónasamtökum Íslands, verðlaun sem samtökin veita á hverju ári. Góðu fréttirnar eru þær að nú fæst þetta vinsæla vín sem er flutt inn af Víntríó í kössum og verðið er mjög hagstætt. Flaskan af Kasaura kostar 1890 krónur og kassinn á 5850 hjá Vínbúðunum. Að sjálfsögðu er Kasaura einnig mjög gott með kjöti og ostum.

www.atvr.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga