Þrír áratugir náttúrulífsmynda
Þegar vinir eða fjölskylda búa erlendis er fátt betra en að minna á gamla góða Ísland með því að hafa það fyrir framan sig á degi hverjum. Snerrauútgáfa hefur nú gefið út dagatöl með íslenskum náttúrúlífsmyndum síðan árið 1983 sem hafa ratað út um allan heim.
Pétur Hjálmtýsson, eigandi Snerraútgáfunnar, segir að hann þekki dæmi þess að fólk hafi komið til Íslands gagngert til að heimsækja alla þá tólf staði sem dagatölin sýna, enda séu fyrir hvern mánuð glæsileg náttúrulífsmynd og upplýsingar á fjölda tungumála. Fyrirtæki hafa verið dugleg að kaupa sérmerkt almanök og senda erlendum viðskiptamönnum sínum, margir biðja um þau áfram eftir að hafa farið á eftirlaun.
Almanökin eru meðal annars skreytt einstökum myndum Hauks Snorrasonar ljósmyndara úr íslenskri náttúru, en Pétur segir að útgáfan reyni stöðugt að koma fram með nýjungar og nefnir nýútkomið Norðurljósadagatal, sem sé reyndar svo vinsælt að það er að verða uppselt.
Spilastokkar útgáfunnar segir Pétur vekja mikla lukku, en þeir eru fáanlegir merktir með íslensku jólasveinunum, hvalategundum, íslensku sauðkindinni og auðvitað norðurljósunum.
www.snerra.is" target="_blank">
www.snerra.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga