Sjónin ekki metin til fjár
Það eru víst ekki allir sem myndu treysta sér í að beina lasergeislum í augu fólks með það að markmiði að laga sjón þess, en Jóhannes Kári Kristinsson, hornhimnusérfræðingur, hefur gert það yfir sex þúsund sinnum og fjölgar aðgerðunum enn. Hann hefur nú stofnað nýja augnlækningastofu, Augljós – Laser augnlækningar, sem býr yfir einhverjum fullkomnasta tækjabúnaði sinnar tegundar sem gerir kleift að bæta öryggi og árangur augnaðgerða til muna. Með tækjabúnaðinum getur Jóhannes nú til dæmis í mörgum tilvikum unnið bug á aldursbundinni fjarsýni, sem hefur verið vandkvæðum undirorpið þar til nú.

Í fremstu röð
Jóhannes hafði áður stofnað augnlæknastöð árið 2001, en langaði til að leggja meiri áherslu á laser- og hornhimnulækningar, enda er það undirsérgrein hans frá Duke háskólanum í Norður Karólínu. „Ég vildi í raun setja hér upp mína draumaaugnlækningastöð með fullkomnustu tækjum sem í boði eru, þar sem ég gæti nýtt mína þekkingu til fulls. Við keyptum því tæki frá þýsku hágæðafyrirtæki sem heitir Schwind og setur það okkur í flokk með þeim allra fremstu í heiminum,” segir Jóhannes.  Með tækjabúnaðinum getur Jóhannes framkvæmt nýja tegund aðgerða sem kallast PRESBYMAX, sem með nýstárlegri tækni býr til nokkurs konar lespunkt á hornhimnuna sem hjálpar fólki með aldursbundna fjarsýni að losna við gleraugun. Þessar aðgerðir segir Jóhannes henta best fólki á aldrinum 45-60, en tekur þó fram að ekki allir geti farið í aðgerðina. Úr því fæst hinsvegar skorið með einfaldri forskoðun. Jóhannes leggur þó áherslu á að tækjakosturinn einn og sér tryggi ekki góðan árangur frekar en dýrar og vandaðar golfkylfur geri mann að úrvalsgolfara. „Í þessu fyrirtæki liggur gríðarleg reynsla og höfum við framkvæmt yfir 6000 aðgerðir með góðum árangri,” segir Jóhannes.

Losnað við hækjuna

Einhverjir gætu haldið að slíkar aðgerðir séu óþarfar á meðan aðrir reikna ágóðann af slíkum aðgerðum út frá fjárhagslegum sjónarmiðum. Jóhannes segist sjálfur hugsa málið öðruvísi, enda var hann sjálfur með nærsýni upp á mínus 7,5 áður en hann sjálfur fór í laseraðgerð fyrir 9 árum síðan. „Tilfinningin við að opna augun í fyrsta sinn og þurfa ekki hjálpartæki til að sjá í kring um mig og sinna mínum daglegu störfum var ólýsanleg. Gleraugu hafa auðvitað verið til í hundruðir ára og hjálpað fólki gríðarlega, en þarna er auðvitað um ákveðna hækju að ræða. Sú tilfinning að losna við þessa hækju, frá mínum bæjardyrum séð, verður ekki metin til fjár,” segir Jóhannes.
Á heimasíðu Augljóss má nálgast yfirgripsmikið fræðsluefni um sjón og augnlækningar, meðal annars myndbandsfærslur þar sem Jóhannes fer yfir ýmislegt sem tengist augum og sjón.
www.augljos.is" target="_blank">
www.augljos.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga