Í Glæsibæ frá upphafi
Ein af elstu verslununum í Glæsibæ eru úra- og skartgripaverslunin Heide stofnuð af Paul E. Heide sem fluttist til Íslands frá Kaupmannahöfn 1947. Hann vann  fyrst eftir komuna til landsins á úrsmíðaverkstæði Keflavíkurflugvallar og síðar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, var meðal annars með Ulrich Falkner í miðborginni um tíma. Árið 1972 flutti hann verkstæði sitt og verslun í Glæsibæ sem var fyrsta stóra verslunarmiðstöð landsins. Úra- og skartgripaverslun Heide hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá upphafi. Alla tíð hefur verið lögð áhersla á persónulega þjónustu og ríkulegt vöruúrval.  Þar má finna eitt mesta úrval landsins af úrum og skartgripum, auk þess sem verslunin sinnir öllum úra-, klukku- og skartgripaviðgerðum. Í dag er Heide rekin af Sævari Kristmundssyni og Nínu Heide, dóttur Pauls. Í versluninni eru eingöngu úr frá Sviss og Japan og skargripirnir koma frá Ítalíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Auk þess láta Sævar og Nína hanna og smíða íslenska skartgripi, úr silfri og gulli, fyrir verslunina.

Úra- og klukkuviðgerðir eru stór hluti starfseminnar
„Slíkar viðgerðir aukast ár frá ári, segja Sævar og  Nína, og nú er álagið orðið svo mikið í úra- og klukkuviðgerðunum að við sjáum varla út úr augum, við erum jafnvel farin að biðja fólk um að koma með klukkur sínar til viðgerðar eftir áramótin. Síðan er verið að stækka og minnka hringa, gera við slitin armbönd og festar.“ Þau Sævar og Nína segja sölu á gulli hafa stórminnkað eftir að verð á gulli hækkaði. „Fyrir tíu árum kostaði únsan af gulli 280 dollara en í dag kostar hún um 1750 dollara svo verðið hefur rúmlega sex-faldast. Í dag eru vinsælustu skartgripirnir úr silfri og stáli og við erum með mikið úrval af slíkum gripum. Hins vegar hefur okkur tekist ágætlega að halda verðinu á skartgripum í lægri kantinum vegna þess að við flytjum inn alla okkar skartgripi sjálf.“
En það er fleira en úr og skart í boði í Heide. Þar má finna mikið úrval af skírnagjöfum, albúmum, baukum, krossum, litlum hjörtum, römmum og stálhnífapörum. Sævar og Nína segir skírnargjafir breytast lítið með árunum. „Þetta eru klassískir gripir. Það kemur alltaf eitthvað nýtt öðru hverju en það sýnir sig að klassísku gripirnir eru alltaf vinsælastir.“ Síðast en ekki síst býður svo verslunin upp á gullfallegar standklukkur frá Kanada Í þeim er þýskt verk og hafa þær verið mjög vinsælar. Veggklukkur frá sama fyrirtæki voru einnig í boði eru nú allar uppseldar og segja þau Sævar og Nína að það gangi býsna hratt á standklukkurnar líka.

www.heide.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga