Ef einhver getur sýnt leikinn, þá gerum við það!
Ölver í Glæsibæ var fyrst opnaður í kringum 1970, þá sem veislueldhús, kaffi og konditorí - eða veitingahúsið í Glæsibæ. Nú elsta krá landsins, opnuð þann 16.júní 1984 af Halldóri Júlíussyni og Sigurði Sigurðssyni er í dag kölluð Sportbarinn Ölver. “Staðurinn var opnaður þegar bjórlíkisæðið stóð sem hæst og er, eftir að Gaukur á Stöng lagði upp laupana, elsta krá landsins” segir framkvæmdastjórinn Magnús Halldórsson.
Ölver er þekktur og vinsæll sem karaokestaður frá árinu 1991 og nýtur jafnframt aukinna vinsælda sem sportbar en boðið er upp á mikinn  fjölda breiðtjalda og flatskjáa þar sem hægt er að fylgjast með íþróttaviðburðum frá ýmsum sjónarhornum. Einnig hafa þar verið haldnar árshátíðir og mannfagnaðir af öllu tagi auk þess sem fundir og ráðstefnur eiga á Ölveri vísan stað á virkum dögum.
Fjölbreytt starfsemi Ölvers býður upp á að kalla sali staðarins mismunandi nöfnum. Wembley, sportbar og grill og Ölver, sportbar og karaoke bjóða samtals upp á 5 breiðtjöld og  21 sjónvarp og hægt er að sýna allt að 21 mismunandi dagskrá í einu.  Eigendur hafa látið hafa eftir sér að „ef einhver hérlendis getur sýnt leikinn, þá gerum við það.“

Wembley

Á Wembley eru tveir salir. Aðalsalurinn tekur um 130 manns og inn af honum er minni salur,  heppilegur fyrir minni samkomur eða fundi, en hann tekur um 40 manns. Wembley  er opnað alla virka daga klukkan níu á morgnana, er opið til klukkan eitt í miðri viku og til klukkan þrjú um helgar. Þá er grillið opið í hádeginu og á kvöldin frá kl. 18-21 og lengur þegar leikir eru í gangi.

Ölver
Salurinn í Ölver tekur yfir 200 manns, opinn öll föstudags- og laugardagskvöld frá klukkan átta til þrjú að næturlagi og þá ræður karaoke ríkjum. Betur þekktur sem karaokestaður Íslands, enda er lagavalið upp á um 7000 lög og vex stöðugt. Karaokeunnendur geta einnig komist í míkrafóninn í miðri viku ef pantað er fyrirfram. Eins er salurinn opinn þegar verið er að sýna beint frá stórleikjum. Að auki er rúm fyrir allt að 140 manna árshátíðir og mannfagnaði og nokkuð er um að salurinn sé leigður fyrir fundi og ráðstefnur á virkum dögum.  Á báðum stöðunum eru svo tilboð í gangi, þegar beinar útsendingar eru í gangi.  Hægt er að fá frekari upplýsingar um leigu salanna með því að senda fyrirspurn á sportbarinn@sportbarinn.is, eða hringja í okkur í síma 533 6220 á milli klukkan níu og eitt á daginn.

Bjórlíki er blandaður áfengur drykkur sem var vinsæll um stutt skeið á Íslandi á níunda áratug 20. aldar þegar ekki mátti selja þar bjór en kráarmenning var að ryðja sér til rúms að erlendri fyrirmynd. Barþjónar
tóku upp á því að blanda kláravíni, vodka og viskýi í léttöl og gera þannig drykk sem var um 5% að styrkleika og minnti á bjór. Barþjónar Ölvers  voru að sjálfsögðu með uppskriftina á hreinu, notuðu 12 ára gamalt Glenfiddich viskí í bland v
ið vodkann og kláravínið og betrumbættu svo veigarnar með dash af maltöli!

www.sportbarinn.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga