Í heilandi höndum
Heilsuhöndin var stofnuð árið 2008 af Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur hómópata. Nýlega flutti fyrirtækið á 2. hæð í austurbygginu Glæsibæjar. Heilsuhöndin er heilsumiðstöð þar sem starfa, auk Jónu Ágústu, Guðrún Einarsdóttir sálfræðingur og Kristín Hulda Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur og bowentæknir. Heilsuhöndin býður upp á fjölbreytta meðferðarþjónustu, meðal annars hómópatíu, heilsumælingar, bowen, dáleiðslu, ljósmeðferð, svæðameðferð og sálfræðiviðtöl.
Jóna Ágústa hafði starfað við eitt og annað og komið tveimur börnum til manns þegar hún ákvað að söðla um og drífa sig í hómópatíunám í London. Þegar hún er spurði hvað hafi leitt hana á þessa slóð segir hún að heilsan hafi alltaf verið sitt hjartans mál. “Ég hafði unnið að heilsumálum á einn eða annan hátt lungan úr starfsævinni, en upphaflega var það rafsegulsóþol sem leiddi mig inn á þessa braut. Síðan leiddi eitt af öðru og núna hef ég unnið sem hómópati í rúman áratug.”
 
Hlustaði á sína innri rödd
Jóna Ágústa sér svo sannarlega ekki eftir að hafa skipt um starfsvettvang og segir að núna eigi heilsufrelsið hug sinn allan, ásamt réttindamálum skráðra græðara. “Fólk ber fyrst og síðast ábyrgð á eigin heilsu,” segir hún. Sjálf hefur hún ekki farið varhluta af heilsubresti. Fyrir rúmum tveimur árum fékk hún skjaldkirtilssjúkdóm og var ráðlagt að taka lyf en ákvað að hlusta á innri rödd og fór sínar eigin leiðir. Hún beitti eigin aðferðum á sjálfa sig og náði að snúa heilsunni sér í vil án lyfja. “Það þarf að finna orsökina á bak við hlutina og ef það tekst er eftirleikurinn auðveldari.  Það eru fleiri leiðir í heilsumálum en bara að taka lyf en fólk þarf stuðning til þess að breyta lífsstíl sínum, það þyrfti helst að fara í stuðningshóp.”

Mjúka meðferðin
Þegar Jóna Ágústa og Kristín eru spurðar hvað Bowen sé, segir Kristín: “Bowen er mjúk meðferð sem gefin er með því að rúlla yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. Bowentæknir notar handahreyfingar á ákveðin svæði og beitir á þau mildum þrýstingi til að koma hreyfingu á vefina. Hreyfingarnar grípa inn í boð heilans út til líkamans, sem fer svo í að endurskoða og hlaða inn ný boð og leiðrétta. Þetta er heildræn og heilandi meðferð sem verkar á allan líkamann. Meðhöndlunina má undantekningalítið gefa í gegnum léttan klæðnað og hún veldur ekki skaða á neinn hátt. Bowen er meðferðarform þar sem einkenni líkamans eru meðhöndluð en ekki sjúkdómar. Bowen jafnar orkuna um líkamann, stuðlar að verkjalosun og gefur góða og djúpa slökun. Ennfremur hefur það mjög örvandi og góð áhrif á sogæðakerfið. Þessi tækni er til dæmis notuð eftir slys og áverka og getur flýtt fyrir því að líkaminn komist í jafnvægi og betra ástand. Eins hefur Bowen hjálpað til gegn astma, síþreytu, gigt, vöðvabólgu, frosnum öxlum, tennisolnboga, undirmigu barna og síðast en ekki síst ungbarnakveisu. Oftast dugar að taka barnið einu sinni í meðhöndlun sem tekur innan við 5 mínútur.
Það er mælt er með að taka þrjár meðferðir í byrjun með fimm til tíu daga millibili.”

Dáleiðsla nýtur vaxandi vinsælda
Hvað dáleiðsluna varðar, segir Jóna Ágústa hana veita slökun, aukið sjálfstraust, efla sjálfsöryggi, fjarlægja neikvæðar venjur til dæmis allar tegundir fíkna, fóbíur, auk þess að styðja við endurupplifun minninga, svo fátt eitt sé nefnt. “Í meðferðinni er dáleiðsluþeginn meðvitaður allan tíman um það sem fer fram og hvorki segir né gerir eitthvað sem hann kýs ekki sjálfur. Dáleiðsluþeganum er komið í ástand djúprar slökunar þar sem  unnið er með undirmeðvitundina.

Heilsumæling og hómópatía
Jóna Ágústa notar tæki sem les orkuástand líkamans og gefur vísbendingar um ójafnvægi sem það getur svo einnig leiðrétt. Hómópatía öðru nafni smáskammtalækningar, er ævagömul aðferð sem byggir á því að líkt lækni líkt. Tekið er ítarlegt viðtal um heilsufar manneskjunnar og í kjölfarið valdar remedíur sem styðja líkamann til að leiðrétta hlutina. “Eins og þú heyrir eru allar þessar aðferðir að vinna að því sama, að leiðrétta hlutina”.

Streitan að sliga marga

“Þegar streitan hefur náð yfirhöndinni er sjúkdóma að vænta og ljósmeðferðin hefur gagnast vel við að draga úr streitu því hún vindur ofan af líkamanum og kemur honum í ástand sem má kalla eðlilegt. Þá er hægt að fara að byggja upp að nýju.” Svæðameðferðin er einnig ákaflega streitulosandi og örvar líkamann til þess að leiðrétta hlutina.

Lífrænar heilsuvörur

Heilshöndin er með hómópatíu-netþjónustu í boði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. “Fólk annaðhvort hringir til okkar eða sendir tölvupóst og fær heimsendar remedíur með leiðbeiningum”. Þá sendum við heilsuvörurnar okkar einnig í pósti til þeirra sem þess óska, hvert á land sem er. Við erum eingöngu með lífrænar og góðar heilsuvörur t.d. Linol olíu sem er lífsnauðsynleg því líkaminn býr hana ekki til sjálfur. CLA innihald hennar er 78% en það efni auðveldar niðurbrot fitu og eykur orku. Olían jafnar blóðsykur og hefur góð áhrif á húðina; Lífræna ristilþrennu sem hreinsar ristilinn og byggir hann upp með lífrænum jurtum; Húðlausn sem eru þrjár tegundir af lífrænum íslenskum kremum fyrir alls kyns húðvandamál; Ilmolíur gegn eyrnabólgu, vöðvabólgu, liðverkjum og sveppasýkingu í holdi t.d. í leggöngum, nöglum og húð.
Jóna Ágústa er bjartsýn fyrir hönd heildrænna meðferða á Íslandi og segir að endingu: “Öfugt við það sem almennt er álitið, þá hafa læknar verið mjög jákvæðir gagnvart hómópatíu vegna þess að hún getur unnið með hefðbundnum lækningum.”

www.heilsuhondin.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga