Urtasmiðjan, Andblær íslenskrar náttúru
Íslenskar villtar jurtir vaxa í sínu náttúrulega umhverfi, í  hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Þær eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað varðar gæði og virk efni.  Undir grösugum heiðum í austanverðum Eyjafirði hefur verið starfrækt  í tuttugu ár fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða lífrænar snyrtivörur úr íslenskum jurtum og lífrænt vottuðum hráefnum.Öll þróun og framleiðsla fer fram frá grunni í Urtasmiðjunni.
Í  Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð  hafa eigendurnir, Gígja og fjölskylda hennar sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur úr heilsujurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn gegn margskonar húðvandamálum.
Jurtirnar eru handtíndar þegar þær opna sig á móti sól, þá er virkni þeirra og kraftur hvað mestur og er sérhver jurt meðhöndluð af alúð og nákvæmni til að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni.
Ásamt jurtunum  er allt hráefnið í framleiðslunni  lífrænt  vottað s.s. vítamínauðugar  omega3 og 6 olíur,  býflugnavax, rotvörn og þráavörn, engin kemísk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna.  Lífræn vottun er eftirsóttur gæðastimpill sem sannar að varan sé hrein lífræn náttúruvara án allra kemískra efna.   Meðal vinsælustu framleiðslutegunda Urtasmiðjunnar má nefna Fjallagrasa- andlitskrem, handkrem, fótaáburð, græðandi smyrsli-brunaáburð, nuddolíur, vöðva og gigtarolíur.
Vörurnar eru fáanlegar í helstu náttúruvöruverslunum og á netverslun Urtasmiðjunnar www.urtasmidjan.is  Náttúruleg húðvernd og heilbrigð húð er það sem Urtasmiðjunnar hefur haft að leiðarljósi við þróun og framleiðslu vörunnar. Megi viðskiptavinir hennar njóta vel og lengi.
www.urtasmidjan.is">
www.urtasmidjan.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga