Í fararbroddi rafbílavæðingar
Northern Lights Energy er ungt og framsækið fyrirtæki sem er að hasla sér völl á sviði orku og samgöngutækni. Megináhersla er lögð á að fjárfesta í verkefnum sem hafa samfélagsleg áhrif og skipta máli í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Verkefni þurfa hinsvegar að vera arðvænleg og hafa vaxtarmöguleika. Það er skýr stefna fyrirtækisins að stofna til eigin verkefna og er það rauði þráðurinn í verkefnavali.

Eitt helsta verkefni NLE er rafbílavæðing Íslands, sem er drifkrafturinn í framtíðarsýn eigenda fyrirtækisins. Heildstæð rafbílavæðing felur í sér fjölþættar lausnir á öllu sem varðar innleiðingu á notkun raforku fyrir samgöngur.  Til að koma slíku á þarf einn aðila sem sér um alla þætti slíkrar innleiðingar og hefur hagsmuni af öllum þáttum. NLE skilgreinir EVEN hf. eitt af dótturfyrirtækjum sínum sem slíkan aðila og hefur byggt sínar lausnir í samræmi við það. Framleiðsla og uppbygging rafpóstakerfis til sölu á rafmagni fyrir rafbíla, innflutningur og sala rafbíla, uppbygging þjónustu og eftirmarkaðar og endurvinnsla ásamt víðtæku samskiptakerfi fyrir notendur er hluti þessarar rafbílavæðingar.
Northern Lights Energy telur það skyldu sína að leggja sitt að mörkum í samfélaginu og sýna hug í verki. Grunnhugsunin er að stofna til, koma að eða styrkja verkefni sem skipta máli í íslensku samfélagi. Þetta er rauði þráðurinn í verkefnavali fyrirtækisins og leiðarljós við ákvarðanatöku. Merki þess má glöggt sjá í samfélagsverkefnum á borð við þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands, Vox Naturae og Green Iceland.
Og rafbílavæðingin er ekki einhvern tímann á næstunni – heldu er hún nú þegar brostin á. NLE flytur inn ýmsar tegundir rafbíla og eru sumir þeirra nú þegar komnir á markað og von er á fleiri tegundum á næsta ári.

www.nle.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga