Fágun sem gleður augað hjá Epal
Falleg hönnun og fágun er það sem fyrst kemur upp í hugann þegar minnst er á EPAL . Það er óhætt að segja að hver einasti munur í versluninni gleðji augað.Frá því verslunin var stofnuð fyrir hátt í fjörutíu árum,hefur markmið EPAL verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum, meðal annars með því að bjóða viðskipavinum sínum þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndum og víðar.

Þótt grunnurinn í EPAL sé klassísk hönnun eru eigendur verslunarinnar ávallt með augun opin fyrir nýjum hönnuðum – hvort heldur er íslenskum eða erlendum – sem uppfylla þá hönnunar- og gæðastaðla sem EPAL gerir kröfur um. Meðal hönnuða verslunarinnar eru skandinavísk fyrirtæki og hönnuðir sem hafa sannað sig í gegnum tíðna – hvort heldur er í húsgagna- eða gjafavöruhönnun. Einnig ítalska hönnun sem fellur að þeirri línu sem EPAL hefur markað sér.

EPAL hefur allt tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun. „Það kemur fjöldi hönnuða til okkar í hverri viku með hugmyndir sínar og við metum hverju sinni,hvot þær passi inn í okkar hugmyndafræði,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri.

EPAL hefur dafnað vel og nú eru þrjár EPAL verslanir á Íslandi; höfuðstöðvarnar í Skeifunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nú síðast var opnuð verslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Reykjavíkurhöfn. Þar njóta hönnunarvörur EPAL sín vel í umhverfinu sem húsið skapar.

www.epal.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga