Dúnúlpur og mjúkir skór - Sportís
Sportís, ein stærsta sportvöruheildsala landsins, flutti í september síðastliðnum í Mörkina 6 í Reykjavík. Fyrirtækið hefur umboð fyrir nokkur af helstu vörumerkjum heims, t.d. Casall, Teva, Asics, Canada Goose, Eastpak, Ketch, Seafolly, Sigg og Kangool. Markmið fyrirtækisins í upphafi var að flytja inn og dreifa aðeins sportmerkjum en hefur á síðustu árum bætt við sig umboðum fyrir annars konar vörur að auki, aðallega útivistarvörum.  Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri og eigandi segir Sportís leggja áherslu á vönduð vörumerki. Meðal þess útivistarfatnaðar sem verslunin í Mörkinni býður upp á er mikið úrval af hinum frægu Canada Goose dúnúlpum. Auk þess annan útivistarfatnaður sem hentar íslenskum aðstæðum einkar vel.

Asics hlaupaskórnir eru vinsælustu hlaupaskórnir á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þeir eru útfærðir til að vera hin fullkomna lausn fyrir hlaupara, með gelpúðum undir hælum og tábergi. Skúli segir Asics skóna í sífelldri þróun enda hafi þessir japönsku framleiðendur heilu íþróttavellina til þess eins að þróa vörulínur sínar.
 
Sportís var stofnað árið 1983 og er því með elstu heildverslunum á sínu sviði hér á landi. Síðar komu Skúli og kona hans Cintamani á laggirnar en seldu það og flutti með Sportís í Mörkina.
„Við leggjum mikla áherslu á að vöruþekkingu og góða þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir hann. „Allt okkar starfsfólk er þjálfað til þess að geta veitt hvers konar upplýsingar um vörurnar okkar.Það hefur mikla reynslu og vöruþekkingu. Á seinustu árum höfum við séð þjónustustig lækka nokkuð í samfélaginu – og viljum spyrna fótum gegn því. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar gæði vörunnar og þjónustu fyrirtækisins. Við viljum að viðskiptavinir okkar fari glaðir út og komi aftur glaðir næst þegar þá vanhagar um vöru sem við höfum upp á að bjóða.“

Og það  er óhætt að mæla með gjafabréfi frá Sportís í jólapakkann hjá íþrótta- og útivistarfólkinu.

www.Sportis

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga