Vegleg bók um ferðaþjónustu á Íslandi - Icelandic Times Extra
Land og Saga hefur um árabil gefið út tímaritið Icelandic Times, upplýsingarit fyrir erlenda ferðamenn um ferðaþjónustuna hér á landi. Ritið hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og var því ákveðið að taka hlutina skrefinu lengra og gefa út bók með safni nýrra og áður útgefinna greina, alls 300 greinar. Bókin sem ber heitið Icelandic Times Extra, verður 360 síður og innbundin, prentuð í 10.000 eintökum og dreift á 400 sölustaði víðs vegar um landið. Einnig fer hún í dreifingu erlendis.
Auk greina um ferðaþjónustuaðila verða í bókinni landshlutakort og fjöldi ljósmynda,greinar um fugla- og gróðurlíf, jarðfræði og jarðsögu – sem gera bókina sérlega eigulega. Líkt og í blöðum okkar mun greinum bókarinnar verða skipt eftir landshlutum og er ætlunin að láta greinargóð kort fylgja hverjum hluta – þá götukort jafnt sem svæðiskort. QR kóðar verða á sínum stað og að venju vel skrifaðar, aðgengilegar og skýrar umfjallanir.
Mikil áhersla verður lögð á ljósmyndasíður, umfram það myndefni sem fylgir greinum, eða áætlaðar 50-60 aukasíður fylltar ljósmyndum. Menningarlegar umfjallanir verða á sínum stað auk þess sem vel verður farið í kynningar varðandi hönnun.

Hægt er að hringja eða senda tölvupóst til útgefanda, og við sendum þér bókina á kynningarverði kr.2900, sendingarkostnaður innifalinn.
info@icelandictimes. com
sími: 578 5800

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga