Aðventuhorn frú Ernu ....
Í   skammdegi næstu daga má dunda sér við ýmislegt, enda jólin ekki langt undan og gott að minnast þess að hefðbundnir hlutir geta fengið á sig skemmtilega mynd ef ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn. 1.Kransar eru nauðsynlegir um þetta leyti og vel hægt að setja slíka gripi saman úr því sem hendi er næst. 2.Kertin sem tákna aðventuna er einnig hægt að setja upp á margvíslegan hátt, en hér hefur frú Erna sett aðventukerti upp á haglegan og einfaldan hátt í stað hefðbundins krans og er útkoman afar smart. 3. Jólakertin geta verið með ýmsu móti og náttúran endalaus brunnur hönnunar. 4. Annað dæmi um skemmtilega uppsetningu aðventukerta sem fá vel notið sín. 5. Hér hefur gamla trölladeigið fengið uppreisn æru, lakkað og puntað. 6.Piparkökudrengir eru mörgum kunnir og upplagt að skella í nokkra slíka. Uppskriftir að þessum elskum má ma. finna á vefsíðu Mörthu Stewart. 7.Jólastjörnur og annað upphengelsi er ákaflega gaman að föndra og þetta getur hver maður, vopnaður skærum lími og pappír.  Gleðileg jól!

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga