Ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón

Laugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði
 
3 ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar., en það var Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina.
Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja.   Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti. 
 
Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.
 
Með þökk og kveðju
Axel Pétur
s: 660 3958
www.fuglfyrirmilljon.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga