Nú vilja allir dansa með!

Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem drottning ástarsagnanna en hún hefur staðið pliktina við útgáfu þeirra í bráðum þrjátíu ár. Í samtali komst blaðamaður að því að Rósa er með samning við Harlequin Enterprise, stórveldi í bókaútgáfu og fær þaðan senda sextíu titla mánaðarlega sem hún rennir sjálf í gegnum og velur úr þeim fimm stykki sem eru hvað álitlegust.
Í prentun fara svo fjórar bækur og eitt tímarit í hverjum mánuði, 2000 eintök af hverjum titli sem Rósa og Kári maður hennar keyra út í verslanir enda persónuleg þjónusta við viðskiptavini þeim ofarlega í huga.

Nú vilja allir dansa með þegar kemur að rafbókum

Rafbækur eru á hinn bóginn að verða vinsælli með hverjum deginum og eru rafbækur Rauðu ástarsagnanna þar ekki undanskildar. Nú geta lesendur hvar sem er í heiminum, sótt sér lesefni á vefsíðunni www.asutgafan.is  en þar má finna 200 rafbækur auk þess sem  5 nýjar koma í hverjum mánuði.  Bæði gamlar og nýjar útgáfur eru fáanlegar gegn vægu gjaldi en ákveðið hefur verið að gefa nokkrar eldri  og vel valdar rafbækur til niðurhals – ókeypis -  svo nú eru komnar 6 fríar rafbækur  sem fólk getur prufað að hala niður!

Lesendahópurinn er ótrúlega breiður. Karlmenn til dæmis, eru hrifnir af þeim bókum sem hægt er að nálgast á vefsíðu rauðu ástarsagnana, þá sérstaklega úr flokknum ást og afbrot - enda hreinræktaðar spennusögur, hentugar í I-padinn!

www.asutgafan.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga