Ný íslensk skólína kynnt í Hagkaupum
Ný íslensk skólína kynnt í Hagkaupum
Ný íslensk skólína, Sigrún Lilja for 101, verður kynnt í Smáralindinni í dag, laugardaginn 1. desember. Skólínan er hönnuð sérstaklega fyrir Hagkaup af frumkvöðlinum Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem einnig er framkvæmdastjóri Gyðju. „Ég var fengin til að hanna nýja skólínu fyrir
Hagkaup,“ segir Sigrún, „línu sem er innblásin af nýjustu stefnum og straumum í skótískunni.“ Verkefnið hefur verið í farvatninu í heilt ár.
„Verðið á skónum í línunni er mjög gott“ segir Sigrún og bætir við: „Með þessu samstarfi að fá íslenskan hönnuð til liðs við sig til að hanna skólínu langaði forsvarsmenn Hagkaupa að bjóða upp á vöru sem er innblásin af því nýjasta sem er að gerast í skóheiminum.
Til að hleypa skólínunni af stokkunum var ákveðið að leita að andliti línunnar og auglýst var opin áhenyrarprufa og skipuð var dómnefnd. Í henni sátu Sigrún Lilja, Sigríður Gröndal innkaupastjóri Hagkaupa, María Guðvarðardóttir vörumerkjastjóri MAC og Smashbox og Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður. Dómnefndin var ekki að leita að hefðbundnu andliti eða ákveðnu útlit, heldur voru aðrar áherslur mikilvægari. „Það sem við vorum að leita að var athafnir, metnaður, markmið og gjörðir, ásamt almennu heilbrigði og geislandi útliti. Við vildum stúlku með bein í nefinu.
Fyrir valinu varð 23 ára stúlka frá Kólumbíu, Maria Jimenez. Hún heillaði okkur gersamlega. Hún hefur búið á Íslandi í sjö ár – og talar bæði íslensku og ensku. Þegar hún kom til landsins talaði hún hvorugt. Það sem okkur fannst standa upp úr var að hún hefur unnið mikið að góðgerðarmálum. Hún hefur fjórum sinnum farið erlendis og verið að vinna sem sjálfboðaliði í mánuð í senn. Síðastliðið sumar fór hún til Kólumbíu með verkefni sem heitir Veraldarvinir og vann þar í mánuð við að koma vændiskonum af götunnu og í nám. Það verkefni er ennþá í gangi.
Í öðru lagi, er þetta gullfalleg stúlka sem geislar af. Það sem okkur þótti ekki síst varða er að hún er að stefna á að verða svokölluð Plus-size fyrirsæta. Hún er konum mjög gott fordæmi, sönnun þess að fyrirsætur þurfa ekki að vera sjúklega grannar til að geta unnið. Hún var nákvæmlega það sem við leituðum að. Hún er metnaðargjörn, ákveðin og staðföst í því markmiði sínu að ná árangri.
Í kjölfar Veraldarvina-verkefnisins í Kólumbíu er Maria að fara að setja upp tískusýningu hér á Íslandi með Plus-size konum til að safna peningum fyrir verkefnið þar.“
Sigrún Lilja segir verkefnið fyrir Hagkaup hafa verið mjög skemmtilegt. „Það var gaman að vinna með þeim, samstarfið  hefur gengið vel og ég er mjög spennt að hleypa línunni af stokkunum í dag,“ Tískusýningin hefst klukkan 15.30 í dag á neðri hæð Smáralindar og Maria Jimenes verður þá kynnt fyrir gestum og gangandi – og inni í Hagkaupum kl. 16:00 verður flokkur Sigrúnar Lilju að kynna nýju skólínuna.
www.gydja.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga