Greinasafni: Veitingar
Með jólaveislur um allan bæ
Með jólaveislur um allan bæ

Jón Örn Jóhannesson  mateiðslumeistari  hjá Múlakaffi segir hápunkt jólamánaðarins þar á bæ vera Þorláksmessu. „Þá erum við með skötuveislu hér í húsinu, auk þess að senda slíkar veislur um allan bæ. Þetta er stóri dagurinn í jólaupptaktinum hjá okkur. Við seljum þúsund skammta hér á staðnum  - og sendum annað eins í fyrirtæki úti um allan bæ.“
Múlakaffi býður alla jafna ekki upp á jólahlaðborð á staðnum. Brugðið verður út af venjunni, fimmtudagana sjötta og þrettánda desember en þá verður boðið upp á jólakræsingar fyrir einungis 2900 krónur.  „Við höldum okkar hefbundna heimilismat í Múlanum en erum með jólahlaðborð í fyrirtækjum í sölum víða á höfuðborgarsvæðinu. Við erum á þeytingi um allan bæ alla aðventuna, þar sem við bjóðum upp á hlaðborð fyrir tuttugu manns og upp úr.“ Í hlaðborðunum sem send eru til fyrirtækja og hópa er meðal annars, hangikjöt, tvær steikur þar sem er val um purusteik eða kalkún, jólaskinku
eða lamb. “Síðan erum við á fullu í hangikjötsveislu allan mánuðinn.

Koníakslegnar rjúpnabringur með skógar­berja­sósu
2 stk. rjúpnabringur
1 tsk. timían
½ tsk. rósmarín
½ dl. koníak
3 msk. matarolía

Úrbeinið rjúpuna, látið hana í skál ásamt kryddi, koníaki og olíu.  Látið standa í kæli yfir nótt.  Saltið og piprið og steikið á pönnu, létt ca. 1 mín.  Látið í ofn í 10 mín. við 180 C hita.  Kælið bringurnar og skerið í sneiðar.
Skógarberjasósan er lögð á diskinn og bringan ofan á.  Skreytt eftir þörfum.  Þetta er mjög góður forréttur.  Þar sem ekki fengu allir rjúpu fyrir jólin þá má nota grágæs eða heiðagæs (helst unga) í stað rjúpu í uppskriftina.  Einnig er gott að nota bláberjasultu eða aðra góða sósu með rjúpunum í stað skógarberjasósunnar.

Skógarberjasósa
Skógarber látin í pott ásamt sérríi, púðursykri og 2 dl. af vatni.  Látið suðuna koma upp, þykkið með maizenamjöli.

ATH!
Þessi uppskrift kemur frá Andrési  Helga Hallgrímssyni framkvæmdastjóra Múlakaffis. Hann bað lesendur fyrir alla muni að tala skýrt þegar þeir færu út í búð að leita að skógarberjum. Sjálfur talar Andrés mjög hratt. Þegar hann eldaði þennan rétt fyrst og fór út í Nóatún að kaupa skógarber, leiddi starfsmaðurinn hann að skóáburði.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga