Greinasafni: Veitingar
Mini-hlaðborð og hádegistilboð
Mini-hlaðborð og hádegistilboð
Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari segir Kolabrautina bjóða jólamatseðil sem er mini-hlaðborð. „Borðið fær fimm forrétti, mismunandi (family style), velur einn aðalrétt af fjórum og síðan koma fjórir eftirréttir saman á diski fyrir hvern gest. Þú færð hlaðborðsfílinginn en færð að velja líka.
 Við keyrðum svipaðan jólamatseðil í fyrra sem vakti það mikla lukku að við ákváðum að vera ekkert að breyta þeirri formúlu þótt við breyttum réttunum. Kolabrautin býður mini-hlaðborðið sitt öll kvöld. Verðið er 8.900 frá fimmtudögum til sunnudaga, en 7.900 frá mánudegi til miðvikudags.
Á forréttaseðlinum er meðal annars, humar og smokk­fiskur, gæs og lundi, jólasalat, hreindýrasúpa og hámeri. Í aðalrétt er boðið upp á lax, risotto, kalkún og naut. Á eftirréttadiskinum er jólasúkkulaði Kolabrautarinnar, ávaxta-ris-a-la-mande, brauðið hans Toni og kirsuberja- og toblerone-ís. „Á mánudaginn byrjum við svo með jólahádegismatseðil,“ segir Þráinn. „Þá tökum við nokkra rétti af jólaseðlinum á einn disk. Það má segja að jólamaturinn sé settur í aðalréttarútgáfu. Þetta er matarmikill diskur sem mun kosta á bilinu tvö til þrjú þúsund krónur.

Toblerone og kirsuberjaís
400ml  Jógúrt
250ml. Mjólk
200gr. Sykur
1stk. Matarlímblað
150gr. Frosin kirsuber söxuð
150gr. Tobleron, saxað

Aðferð: soðið uppá mjólk og sykri. Matarlími bætt  útí og látið kólna. Blandið jógúrtinu saman við. Ef ísvél er til þá er betra að frysta grunninn og bæta svo kirsuberjunum og tobleroninu út í eftir á. En ef ísvél er ekki til, þá er hægt að setja blönduna inn á frysti í skál og hræra reglulega og þegar komið er frost í hana þá er öllu bætt út í.  
Ljóst og dökkt súkkulaðigel
200gr. Ljóst Súkkulaði/ dökkt súkkulaði
250gr. Rjómi
90gr. Sykur
1msk. Maizena mjöl
6stk. Matarlím

Aðferð: Uppskriftin er sú sama fyrir dökka og ljósa, fer  eftir súkkulaðinu. Þarf bara að gera hana þá tvisvar.
Súkkulaði er brætt. Rjómi, sykur, maizena er sett í pott og soðið upp á því. Bætt útí matarlími og hrærið.
 Rjómablöndunni hellt yfir súkkulaðið og sprullað með töfrasprota. Hellt í þunnu lagi yfir kökuna og kælt í kæli.

Súkkulaðikaka
250gr. Smjör
250gr. Súkkulaði
250gr. Sykur
125ml. Eggjarauður
275ml. Eggjahvítur þeyttar upp
3msk. Kakóduft

Aðferð: smjör og súkkulaði er blandað saman, sykur og eggjarauður léttþeytt.  Sykrinum og rauðunum er svo blandað saman við súkkulaðið ásamt kakóinu. Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til stífar. Blandað saman og sett á bökunarplötu. Bakað á 150°C í 15mín.

Hreindýrasúpa
0,5kg. Nautahakk
0,5kg. Hreindýrahakk
1stk. Laukur
100gr. Þurrkaðir villisveppir (lagðir í bleyti)
1stk. Anisstjarna
20gr. Kardimommur þurrkaðar
20gr. Rósmarín þurrkað
20gr. Timijan þurrkað
15gr. Fennel fræ
5gr. Einiber  þurrkuð
2l. nautasoð 50%, kjúllasoð 50% / eða vatn og kraftar
750ml. rjómi
250ml. Portvín
Að auki, balsamico edik, salt, pipar, sítrónusafi,
hunang, hvítlaukur og truffluolía.

Aðferð: þurrkryddin eru duftuð í blender eða kaffikvörn. Laukur er skorinn í fína teninga. Hakkið er steikt vel í víðum potti. Lauk bætt út í ásamt portvíninu og soðið
niður um helming. Þurrkryddunum bætt úti ásamt soði, rjóma, og söxuðum villisveppum. Sjóðið uppá súpunni og kryddið til með balsamico ediki, salti, pipar, hunangi, hvítlauksrifjum, sítrónusafa og truffluolíu.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga