Eftirréttir matargatsins
Eftirréttir matargatsins
Baileys bananatrifli

3 dl rjómi
7msk Baileys líkjör
6 brownies grófmuldar smákökur
– eða 250 g af súkulaðiköku
3 bananar (sneiddir)
500 g vanillutrifli
(rjómi, fræ úr einni vanillustöng)
6 msk karamellusósa
25 g rifið súkkulaði.

Sérlega fljótlegur og gómsætur eftirréttur fyrir sex. Þeytið rjómann og hrærið
eina tsk af Baileys líkjör út í. Skiptið kökumulningnum í sex glös og bætið einni tsk af Baileys yfir mylsnuna. Bætið bananasneiðunum út í. Hellið fyrst vanillutriflinu yfir og síðan Baileys rjómanum.
Sprautið karamellusósunni yfir og skreytið með rifnu súkkulaðinu.

Banana/karamelludraumur
Í botninn:
75 g smjör
300 g súkkulað-hafrakex (t.d. Hobnobs)

Bræðið smjörið í litlum potti. Myljið kexið niður og setjið í matvinnsluvél. Hellið smjörinu saman við á meðan matvinnsluvélin er að vinna og þeytið saman þangað til allt er vel blandað. Setjið blönduna í form með lausum botni. Pressið vel i botn og hliðar og passið að hvergi séu sprungur á botnfyllingunni. Kælið í 30 mín.

Karamellufylling:
115 g smjör
115 g púðursykur
3 dl. möndlumjólk

Bræðið smjörið og hrærið sykurinn saman við. Eldið á lágum hita og hrærið stöðugt.
í þangað til sykurinn hefur bráðnað og blandan er orðin kremkennd (engin olíubrák á yfirborðinu). Hrærið möndlumjólkinni rólega saman við og og haldið áfram að hræra á meðan karamellublandan hitnar. Hitið í 3 mínútur og hrærið stöðugt þar til fyllingin er orðin karamellubrún og kremuð. Hellið henni þá varlega yfir bökubotninn og sléttið yfirborðið. Látið kólna í a.m.k. 1 klst (má vera allt að 8 tíma) áður en þið setjið bananafyllinguna út á.

Bananafylling:
450 ml. rjómi
5 þroskaðir bananar
1 tsk sitrónusafi
25 g dökk súkkulaði, grófrifið.

Þeytið rjómann og skásaxið fjóra banana í sneiðar sem þið dreifið yfir karamellufyllinguna. Sneiðið fimmta bananann og setjið í skál með sítrónusafanum (það kemur í veg fyrir að hann verði brúnn þegar bakan stendur á borðinu í einhvern tíma). Hellið rjómanum yfir, raðið bananasneiðum ofan á og dreifið súkkulaðimylsnunni yfir.

Heslihnetu tiramisu
250 ml expresso kaffi (sterkt),
eða instant expressoduft, 8 tsk leystar upp í 250 ml af vatni.
250 ml heslihnetulíkjör

Fyllingin:
2 egg
75 g strásykur
60 ml heslihnetulíkjör
500 g mascarpone ostur
30 makrónukökur eða –fingur
100 g ristaðar grófmuldar heslihnetur
3 tsk kakóduft

Blandið kaffinu og líkjörnum saman í könnu og látið kólna. Stífþeytið eggjahvíturnar í skál – og eggjarauðurnar, ásamt sykrinum og líkjörnum, í annarri skál. Bætið mascarpone ostinum út í eggjarauðublönduna og þeytið þangað til kremið er orðið slétt og mjúkt. Hrærið stífþeyttu eggjahvíturnar varlega saman við. Hellið nú helmingnum af kaffi/líkjörsblöndunni í djúpa, breiða skál. Myljið makrónur yfir þannig að botninn sé allur þakinn og makrónurnar gegnsósa af líkjörnum. Hellið helmingnum af ostablöndunni yfir.  Hellið restinni af kaffiblöndunni yfir þannig að hún þeki megnið af ostablöndunni og myljið restina af makrónunum yfir – og síðan restinni af ostablöndunni. Breiðið sellófanplast yfir skálina og geymið í ísskáp yfir nótt. Þegar kemur að því að bera eftirréttinn fram, er plastið fjarlægt.  Blandið saman ristuðu heslihnetunum og kakóduftinu og dreifið yfir kökuna. Síðan má sigta kakódufti sem eftir er, yfir allt saman.

Maple Pecan baka
Deigið:
½ bolli smjör (mjúkt)
¼ bolli sykur
1 eggjarauða
salt á hnífsoddi
1 ¼ bolli hveiti

Þeytið smjörið í skál þangað til það er orðið kremað og slétt. Þeytið eggjarauðu og salt saman við. Bætið þá hveitinu út í og hrærið allt vel saman. Fletjið deigið út með kökukeflinu og komið því fyrir í bökuformi með lausum botni. Pressið deigið vel að hliðunum og í botninn. Stingið göt í bökubotninn með gaffli. Stingið í frysti í hálftíma áður en þið bætið fyllingunni út í.

Fyllingin:
3 stór egg
½ bolli ljós púðursykur
½ bolli hreint maple sýróp
½ bolli dökkt kornsýróp
¼ bolli smjör (brætt)
hnífsoddur af salti
1 ½ bolli gróft saxaðar pecan hnetur

Hitið ofninn í 190°. Hrærið egg og púðursykur vel saman. Bætið maple og korn sýrópinu út í, sem og bráðnu smjörinu og saltinu og hrærið vel saman. Bætið pecan hnetunum saman við og hellið yfir kælt deigið. Bakið í ca. 40 mínútur, eða þangað til bakan hefur fengið gullna áferð. Kælið. Geymist best við stofuhita.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga