Ljúffengt vín með jólamatnum

Cantina Zaccagnini Montepulciano D´Abruzzo er vín sem kemur verulega á óvart. Í Vínbúðunum oft kallað „trévínið“ vegna þess að trjágrein úr vínviði hangir um háls flöskunnar, og hver einasta vínviðartrjágrein er handgerð af konum í þorpinu þar sem vínið er framleitt.
Cantina er100% úr Montepulciano þrúgunni  og kemur frá Abruzzo á Íalíu, héraði sem er austur af Róm og þetta er vín sem svo sannarlega er óhætt að mæla með með jólamatnum.
Það er ekki laust við að verðið veki tortryggni en það kostar aðeins 2.290 krónur í Vínbúðunum – og maður getur allt eins átt von á því að hér sé á ferðinni einhver ósæmileg blanda. En svo er þó ekki. Hér er á ferðinni ákaflega ljúffengt vín. Kirsuberjarautt, með meðalfyllingu. Það er þurrt, sýran fersk, miðlungs tannin og bragðið blandað kirsuberjum, sólberjum, jörð og kryddi.
Best er að leyfa víninu að anda í smástund eftir að það er tekið upp, eða hella því yfir á karöflu. Fyrir bragðið verður það enn ljúffengara. Það eru einmitt sólberin og kirsuberin sem gera þetta vín alveg sérlega ljúffengt með allri villibráð – og þar með lambinu okkar sem lifir á fjallagróðri sumarlangt. Samt er vínið hæfilega milt til að passa með reyktu kjöti og nógu fyllt til að passa með nautakjöti. Berin gera það líka að verkum að það er ljúffengt með ostum. Það er kannski helst til fyllt til að neyta þess með fiskréttum (fyrir þá sem drekka rauðvín með sjávarréttum, ef þeim sýnist), en með brauði og góðum olíum – ekki spurning.

www.atvr.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga