Algert Gúmmulaði!
Algert Gúmmulaði !
Kjúklinga-confit                  

6 kjúklingaleggir
½ tsk cumin
½ tsk kóríander (malaður)
½ tsk kanill
½ tsk allrahanda
½ tsk engifer (malaður)
¼ tsk rifinn múskat
1/8 tsk nellika
¼ tsk timian
1 kramið lárviðarlauf
8 msk. salt
rif úr heilum hvítlauk
1 ½ kg smjör

Blandið saman kryddum og hluta af saltinu og nuddið vel inn í kjúklingaleggina. Setjið þá í fat, stráið salti yfir og geymið í kæli yfir nótt.
Skolið saltið af og þurrkið leggina vel. Setjið þá í ofnfastan bakka, ásamt hvítlauksrifjunum.
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins áður en því er hellt yfir hvítlaukinn og kjúklingaleggina þannig að þeir séu
alveg þaktir.
Bakið í ofni við 135° hita í 2-2 ½ tíma. Kælið síðan leggina áður en þeir eru settir
í geymsluílátin.
Hellið smjöri yfir leggina og látið fljóta ca. 2 cm yfir þá. Geymið á köldum, dimmum stað.

Kjúklinga-confit er gott sem hluti af hlaðborði, sem foréttur (jafnvel léttsteiktur) með ofbökuðu grænmeti og góðri sósu, eða sem aðalréttur ásamt kartöflumús, ólívum og grilluðum kirsuberjatómötum.

Kjúklingalifrarpaté
300 g kjúklingalifur
250 g sveppir (skornir í skífur)
1 laukur
10 g smjör
Salt og pipar
200 g svínahakk
1 egg
¼ tsk múskat
¼ tsk paprika
¼ tsk timian

Hreinsið kjúklingalifrina og skerið í teninga. Svissið á pönnunni í tvær mínútur, ásamt lauk og sveppum. Kryddið með salti og pipar. Látið kólna.
Hrærið saman svínahakk, egg og krydd. Bætið lifrarblöndunni út í og bragðið til með salti og pipar. Setjið í smurt bökunarform, breiðið smjörpappir yfir og bakið við 180°í ca. 15 mínútur.

Patéið er gott eitt og sér með salati og brauði – og auðvitað flott á hlaðborðið.

Risarækjur sem rokka
2 kg. risarækjur

Kóríandersalsa:
Einn pakki af ferskum kóríander
2 chili (fræhreinsaðir)
1 skallotlaukar
2 msk. fínrifinn engifer
4 hvítlauksrif

Setjið risarækjurnar í eldfast mót. Saxið kóríander, skallotlauk og chili mjög smátt og hrærið saman við engifer og pressaðan hvítlauk. Veltið rækjunum upp úr þessari salsablöndu og bakið í forhituðum ofni við 175 í 10 mínútur – HÁMARK.     

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga