Gómsætar gjafaöskjur
Gómsætar gjafaöskjur
Ísland Treasures ehf er með nokkuð óvenjulega minjagripalínu. Um er að ræða gjafaöskjur, eða sælgætis-minjagripi sem bera heitið „Íslensk Lundaegg,“ egg úr mjólkursúkkulaði með mjúkum lakkrís í miðjunni. Einnig „Íslensku Norðurljósin,“ sem eru handgerðir konfektmolar fylltir með norðurljósagrænni piparmyntu. Þriðja gerðin er „Íslensk Hraunglóð,“ íslensk rjómakaramella sem er húðuð stökkri, rauðri skel og að lokum „Íslenskar Hraunvölur,“ íslensk lakkrískaramella með eilitlu súkkulaði og húðuð stökkri, svartri skel.
Gjafaöskjurnar komu á markað síðastliðið sumar og slógu algerlega í gegn hjá ferðamönnum sem voru fljótir að kaupa fyrstu birgðirnar upp til agna á mettíma – sem og Íslendingum sem vildu senda fjölskyldu og vinum erlendis smá glaðning.
Ísland Treasures lét hanna litlar gjafaöskjur fyrir minjagripina og eru þær einkar vel fallnar til gjafa á hvers kyns ráðstefnum, viðskiptafundum, íþróttamótum og til að taka með sér á kynningar á Íslandi erlendis.
Öskjurnar eru skemmtilega skreyttar, auk þess að hafa vasa þar sem þú getur stungið nafnspjaldi þínu áður en þú afhendir viðskiptafélögum þessa einstöku og eftirminnilegu gjöf, hvort heldur sem þú ert hér heima, eða erlendis.
www.islandtreasures.biz

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga