Jólainnkaup í góðu húsi
Jólainnkaup í góðu húsi
Glæsibær er sérlega aðlaðandi og hentug verslunarmiðstöð. Allar verslanir og veitingahús á sömu hæð – fyrir utan Útilíf sem er í rúllustigafjarlægð í kjallara verslunarbyggingarinnar. Samsetning verslananna er afar fjölbreytt. Þar má finna fataverslanir, barnafataverslanir, barnafylgihlutaverslun, blóma- og skrautmunabúð, úra- og skartgripabúð, snyrtivöruverslun, gleraugnaverslun, verslun með leikföng og skotveiðivörur, sportverslun, útivistarverslun og gjafavöruverslun. Það er því óhætt að fullyrða að í þessari einu miðstöð er hægt að kaupa flestar jólagjafir handa fjölskyldu og vinum.
Aðgengi að húsinu er til fyrirmyndar, bæði hægt að leggja úti og inni. Í verslunarhúsinu er lágt til lofts og því ekki hætta á glymjandi hávaða. Andrúmsloftið er afar notalegt.
Það sem gerir Glæsibæ þó ákjósanlegan stað til að gera jólainnkaupin eru hin fjölbreyttu heilsu- og þjónustufyrirtæki. Þar er hægt að slaka á, fara í nudd eða heilandi meðferð í Heilsuhöndinni eða Heilsuhvoli. Nú eða bara setjast á hárgreiðslustofuna Kultura og láta laga á sér hárið fyrir jólin. Einnig að fá sér gómsætt sushi á Tokyo eða vænan málsverð í Ölveri. Það er nefnilega best að vera saddur, slakur og sæll í jólainnkaupunum. Ekkert stress.
Glæsibær hefur allt fyrir börnin. Róló býður upp á vandaðan, þægilegan og litríkan fatnað sem er aðallega úr bómull sem er unnin á umhverfisvænan hátt. Í Ólavíu og Óliver eru síðan hvers kyns öryggisvörur vegna barna, auk þess sem þar er eitt mesta úrval landsins af barnabílsstólum. Einnig kerrur, vagnar og leikföng í háum gæðaflokki. Tactical er svo sannar­lega leik­­fanga­­verslun fyrir stráka á öllum aldri. Þar fæst flest sem þeir þurfa fyrir skot­veiðar, auk þess sem boðið er upp á úrval af fjarstýrðum leik­föngum, til dæmis bílum og þyrlum – jafnvel innanhússþyrlum. Að ekki  sé minnst á flugvéla- og skipa­módel og ýmis bráð­skemmtileg „gadget.“ Þar er sko sjón sögu ríkari. Dalía er rótgróin blómabúð í Glæsibæ – með afskorin blóm, pottaplöntur, jólaplöntur, gjafavörur og kort í miklu úrvali – auk þess að bjóða upp á skreytingar fyrir nánast hvaða tilefni sem er, hvort sem um er að ræða brúðarvendi og –skreytingar, eða krossa og kransa vegna jarðarfara.
Í Gleraugnaversluninni í Glæsibæ er mikið úrval gleraugnaumgjörða, sem hver getur borið með glæsibrag. Steinsnar frá fást fallegar gjafavörur, skartgripir og úrval vandaðra úra í Heide. Og fyrst við erum farin að tala um augun – þá má segja að Glæsibær sé „miðstöð“ augnanna vegna þess að í turnbyggingunni er að finna bæði Sjónlag og Augljós, augnlækna- og augnaðgerðarstofur og það er svo sannarlega þess virði að kanna hvaða leiðir þær bjóða upp á til að laga sjónina.
Í turnbyggingunni er líka heilsugæsla – og því tilvalið að nýta sér ferðina þangað til að bregða sér á milli bygginga til að gera jólainnkaupin. Eftir vel heppnaða verslunarferð er tilvalið að koma við í 10/11 til að kippa einhverju með sér heim til að elda – og nóg er af brauði og gómsætum kökum í bakaríinu í Glæsibæ. Meira að segja jólabaksturinn fyrir þá sem hafa ekki tök á því að sjá um hann sjálfir. Hreinlætisvörur og lyf eru í apótekinu. Í rauninni er allt sem maður þarf á að halda í Glæsibæ – sem má segja að sé orðinn miðsvæðis í Reykjavík.
www.glaesibaer.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga