Hjálpræðisherinn með þriðju verslunina
Hjálpræðisherinn með þriðju verslunina
Það er fátt skemmtilegra en að róta í verslunum sem selja notaðan varning. Aldrei að vita hvað leynist innan um og saman við, kannski peysa, kjóll eða jakki sem mann hefur alltaf langað í, nú eða borð, stóll, skál, bollar eða annað smádót sem mann vantar – og allt á hagstæðu verði. Enda njóta verslanir Hjálpræðishersins sívaxandi vinsælda.
Í Garðastræti 6 rekur Herinn verslun með fatnað og á Eyjaslóð 7 verslun með húsgögn smávöru og fatnað.
Hins vegar búa ekki allir í vesturbænum og í október opnaði Herinn þriðju verslunina í Reykjavík. Hún er í Mjóddinni og segir verslunarstjórinn Anita Gerber þá verslun vera nokkuð ólíka  þeim sem fyrir eru.  „Við skiptum plássinu í tvennt. Annars vegar er verslunin, þar sem við seljum föt og smávöru, hins vegar verðum við með kaffihús og unglingastarf á fimmtudagskvöldum. Markmiðið er að vera þar með lifandi tónlist eins og hægt er á kvöldin en þangað getur fólk líka leitað til okkar eftir félagsráðgjöf og mataraðstoð. Við viljum að þessi aðstaða nýtist unglingum til að koma saman, til dæmis einu sinni í viku til að vinna að listsköpun eða einhverju slíku saman.“ segir Anita.

Eftir áramót verður fleira á boðstólum fyrir fullorðna:
Saumanámskeið og íslenskunámskeið fyrir nýja landsmenn.
Hægt er að skrá sig hjá Arney í síma 849 0036 á mánudögum milli 11 og 14 eða í tölvupósti hjalp@herinn.is
Samverustundir, kaffi og spjall á fimmtudögum kl 13-15.

Fyrir börn og unglinga:
Ungbarnatrall - námskeið á þriðjudögum. 
Hægt er að skrá sig hjá Rönnvu í síma 896 6303.
Unglingastarf á fimmtudögum kl 19.

Við þökkum öllum sem styrkja velferðarstarfið okkar sem felur í sér aðfangadagsveislu í Kirkjustræti 2, jólagjöf til fanga og þetta velferðarstarf í Mjóddinni.  Við tökum líka þátt í jólahjálpinni sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndin veita nú í desember. Þú getur gefið þitt framlag í jólapottinn í Kringlunni allan desember og á ýmsum öðrum stöðum líka.
Hjálpræðisherinn Reykjavíkurflokkur.  Sími 552 1108.  
www.herinn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga