Hagstæðari bílatryggingar
Hagstæðari bílatryggingar
TM er fyrst íslenskra tryggingafélaga að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðari kjör á tryggingum fyrir ökutæki sem ganga fyrir vistvænni orkugjöfum. Þar með er stigið enn eitt skrefið í þá átt að fá almenning til að skoða af fullri alvöru kosti þess að reka umhverfisvænni ökutæki.
„Eftir að álagningu opinberra gjalda á vistvænum ökutækjum var breytt á síðasta ári fór metan-, tvinn- og rafmagnsbílum stöðugt fjölgandi,“ segir Einar Þorláksson, vörustjóri ökutækjatrygginga hjá TM. „Og þeim fjölgar enn vegna þess að verðið á þeim er orðið mun lægra en áður var. En það spilar auðvitað fleira inn í. Til dæmis hefur síhækkandi olíuverð í heiminum orðið til þess að fólk er farið að skoða vel hvaða valkostir eru í stöðunni. Það er engin spurning að ökutæki sem við getum knúið áfram á orku sem framleidd er hér á landi er hagstæðasti kosturinn. Það hefur mikil þróun átt sér stað í bílaiðnaðinum á seinustu misserum, ekki síst í hönnun umhverfisvænni ökutækja. Sem dæmi má nefna að nýverið var Nissan Leaf, sem alfarið er rafmagnsbíll kosinn bíll ársins 2011 og einnig  kaus Bandalag íslenskra bílablaðamanna Volkswagen Passat, sem er knúinn með bensín metan bílvél,  bíl ársins 2012.“

TM vill leggja sitt að mörkum
„ TM vildi leggja sitt af mörkum til að koma til móts við þennan  ört fjölgandi hóp fólks sem kýs að aka umhverfisvænum ökutækjum með því að bjóða því hagstæðari kjör á ökutækjatryggingum. Samkvæmt upplýsingum  Umferðarstofu eru þessi ökutæki nú  þegar orðin 1248  og eru þá ótaldir þeir bílar sem breytt hefur verið hér á landi í bensín/metan eða diesel/ metan. Með því að bjóða hagstæðari kjör vill TM leggja sitt að mörkum til að stuðla að fjölgun vistvænna ökutækja og sýna samfélagslega ábyrgð þar sem tryggingatökum gefst kostur á að samþætta umhverfissjónarmið og hagstæðari kjör á ökutækjatryggingum. 
Iðgjaldið getur orðið allt að 10% lægra en það iðgjald sem fæst fyrir sambærilega bifreið sem knúin er áfram af hefðbundnum orkugjöfum eingöngu  Það munar svo sannarlega um minna. Þegar ökutæki er orðið ódýrara í rekstri, með minni bilanatíðni og lægri tryggingaiðgjöld,  en bensínbílar, hljóta þau að vera fýsilegur valkostur – að ekki sé minnst á hvað þau eru hljóðlát og skila lítilli sem engri mengun út í andrúmsloftið.

Knúin af umhverfisvænni orku

Þegar Einar er beðinn að segja hvernig Tryggingamiðstöðin skilgreinir vistvæn ökutæki, segir hann: „Vistvænt ökutæki er fólksbifreið til einkanota sem knúin er áfram af umhverfisvænum orkugjöfum. Bílar sem falla undir þá skilgreiningu eru fólksbílar þar sem orkugjafinn er eingöngu metan, bensín/metan, dísel/metan, bensín/rafmagn eða rafmagn.“
www.tm.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga