Minilik á Flúðum
Minilik á Flúðum
Á Flúðum, umvafið íslenskri náttúru, er lítið yndislegt veitingahús sem ber heitið Minilik. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að gæða sér á eþíópískum mat og upplifa þá alúð sem sú þjóð leggur í matargerð.
Hjónin og eigendur Minilik, íslendingurinn Árni Hannesson og Aseb Kahssay, ættuð frá Eþíópíu langaði að prófa eitthvað nýtt og fengu þá hugmynd að opna veitingahús sem sameinaði þessa tvo menningarheima. Eþíópískur matur gerður úr íslensku grænmeti ræktuðu á Flúðum kemur ákaflega vel út, en einnig er boðið upp á kjötrétti, lamb, naut og kjúkling. Maturinn er borinn fram með eþíópísku brauði sem líkist íslensku pönnukökunum og er brauðið notað í stað mataráhalda til að færa matinn upp í munn og ofan í maga. Það verður að játast að það er alveg sérstök tilfinning að borða með höndunum.
Eigendurnir bera rekstrinum vel söguna og segja enga ástæðu til að loka staðnum þótt komið sé fram á vetur og hinn eiginlegi ferðamannatími liðinn.
Áfram verði opið fram til 9. desember fyrir heimamenn og þá sem dvelja í sumarbústöðum á svæðinu. Opnunartímar eru frá 18.00 til 21.00 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum og frá 14.00 til 21.00 á laugardögum. Hins vegar eru þetta aðeins föstu opnunartímarnir, því hægt er að hringja utan þess tíma í 846-9798 og panta mat, annað hvort til að taka með sér eða til að gæða sér á, á staðnum. Pöntunin verður þó að vera fyrir fjóra eða fleiri.
www.minilik.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga