Icelandic Times Extra - kynning

Land og saga ehf. fagnar útgáfu bókarinnar Icelandic Times Extra, sem byggð er upp á svipaðan hátt og  Icelandic Times blöðin, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum.

Blöðin okkar hafa einnig verið vinsæll viskubrunnur meðal leiðsögumanna sem hafa notið góðs af að geta miðlað þeim upplýsingum sem blöðin hafa að geyma. 

Þægileg í notkun

Bókin, sem er með lamineraðir kápu, skiptist í átta landshluta. Hver landshluti byrjar á landakorti en svo er fjallað um sérkenni landshlutans sem prýddur er fallegum myndum . Þar á eftir koma umfjallanir frá sveitarfélögum og götukort þar sem við á. Að þessu loknu eru umfjallanir frá fyrirtækjum sem bjóða erlendum ferðamönnum þjónustu sína eða vörur. 

Aðgengilegar grunnupplýsingar með QR kóðum

Við hverja grein er Íslandskort með punkti sem sýnir hvar viðkomandi fyrirtæki er staðsett auk upplýsinga um fyrirtækið - heimilisfang, símanúmer, netfang,  heimasíðu og QR kóða.

Með því að skanna QR kóðann inn í smartsíma má vista upplýsingar um fyrirtækið í símanum og kíkja á heimasíðu fyrirtækisins. 

Icelandic Times Extra bækurnar fást á fjölmörgum stöðum

Bækurnar fást hjá Eymundsson og á ýmsum ferðamannastöðum, minjagripaverslunum og bensínstöðvum auk þess sem þær má kaupa á heimasíðu Lands og sögu og Icelandic Times.

Panta á netfangi info@icelandictimes.com
 www.icelandictimes.com

Bókin kostar 2.500 kr sem eru um 15 Evrur. 

Nældu þér í eintak af Icelandic Times Extra bókinni !


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga