Steini og Goldenboy

Við erum eiginlega prúðuleikarar
Steini segir tónlist og texta á Steini Behold fjalla um hreinsunareldinn sem fylgir sambandsslitum

Steini og Goldenboy. Þorsteinn Einarsson og Sigurður Ragnar Einarsson

„Þetta eru lög  um dauðadæmda ást,“ segir Steini um hljómdisk sinn „Steini Behold.“ Diskurinn hefur að geyma sjö lög sem voru samin fyrir tveimur árum. Höfundur laga og texta er Steini  og nafn hljómsveitarinnar er líka Steini. Enn sem komið er, eru aðeins tveir meðlimir í hljómsveitnni, Steini og bróðir hans, gítarleikarinn Golden Boy. Þeir fengu þó liðsauka við hljóðritun tónlistarinnar á disknum, en þar leika með þeim þeir Erik Qvick trommuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari.
Steini segir hljómsveitina í anda Alice Cooper og Kiss – „en þó meira í bókmenntalegum skilningi vegna þess að hún er eiginlega gjörningur í anda Litla prinsins og Sturm und Drang tímabilsins, sem var tímabil í bókmenntasögunni sem einkenndist af háfleygu stöffi  í stíl við Inferno Dantes.“  Steini er karakter sem höfundurinn og tónsmiðurinn hefur búið til. „Ég verð sá karakter, þegar ég er í þessari tónlist,“ segir hann. „Bróðir minn verður Golden Boy. Við erum eiginlega prúðuleikarar.  Það er svo miklu skemmtielgra að kynna tónlistina í svona gervi.“

Textarnir fjalla um sambandsslitinn og þann hreinsunareld sem þeim fylgja, sársaukann, einsemdina, örvæntinguna, þrá-hyggjuna, spurningarnar sem aldrei fást svör við. Tónlistin er ljúf og áferðarfalleg sem kemur á óvart, vegna þess að myndin á umslaginu gæti gefið í skyn þungarokk og brjáluð læti. „Málningin á Stína er skírskotun í Pandadýrið,“ segir höfundurinn, „en það hefur sömu eiginleika og þetta alter egó, hálfgert kynleysi og einsemd.“
Bræðurnir Steini og Golden Boy hafa nú þegar mætt með tónlistargjörninga sína víða um land, en eru þessa dagana að vinna að því að setja saman fullskipaða hljómsveit og undirbúa útgáfu næsta hljómdisks. Og það er auðvelt að fylgjast með framvindunni og hugmyndaheimi Steina á steinientertainment.com og www.myspace.com/steinimusic.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga