Lífsstílsverslanir DUXIANA Og GEGNUM GLERIÐ

DUXIANA og  GEGNUM GLERIÐ bjóða upp á þekkt vörumerki, hvort heldur er í gjafavöru, innréttingum eða húsgögnum

Þær gætu  hæglega farið framhjá þeim sem ekki þekkja til verslananna DUXIANA Og GEGNUM GLERIÐ við Ármúla 10, í húsi við hlið Egils Árnasonar.  Það væri synd, því óvíða getur að líta fallegri vöru til að prýða heimili – að ekki sé talað um gæða rúmin, eðal dúsængurnar og fallegu sængurverin sem þar er að finna.

DUXIANA var stofnuð 1981 og opnaði verslun í miðbæjarmarkaðnum Aðalstræti,
DUXIANA er verslun sem sérhæfir sig í svefnbúnaði. GEGNUM GLERIÐ var stofnað af fjórum systrum í Skipholti 50 fyrir um tuttugu árum, en árið 1991 keyptu hjónin Elsa Ólafsdóttir og Rúnar Jónsson hana. Fljótlega eftir það fluttu þau búðirnar í sama húsnæði. Hönnun frá Afríku, Víetnam og Japan
Elsa segir að GEGNUM GLERIÐ sé lífsstílsverslun. „Við erum með umboð fyrir nokkur öflug evrópsk fyrirtæki. Fyrst má telja Lambert sem var stofnað fyrir fjörutíu árum.
Gunther Lambert er hönnuður sem var frumkvöðull í því að hanna hluti og framleiða þá úr ýmsum efnum víða um heim. Síðan hefur fyrirtækið þróast og börnin hans ofl. eru tekin við því – en það hefur ennþá sama markmiðið, að bjóða upp á handverksvöru alls staðar að úr veröldinni. Þetta er heildarhúsbúnaður, bæði húsgögn og borðbúnaður og skrautvara.
Við erum ein af fáum verslunum sem geta kallað sig Lambert-Studio, vegna þess að úrvalið  af vörunum er mjög mikið. Gunther Lambert hætti fljótlega að hanna sjálfur og fór að velja handverk víðs vegar að úr veröldinni, til dæmis, handmálað postulín frá Vietnam, tréverk o.fl. frá Afríku og handverk frá Japan – sem er allt öðruvísi handverk en maður á að venjast þaðan. Það er orðinn nokkuð stór hópur hér á landi sem sækir í vörurnar frá Lambert og útlendingar sem koma hingað þekkja þetta merki mjög vel.

Við erum með mjög flott olíuljós, og parafinolíu á þau sem er hundrað prósent hrein, alveg laus við sót og lykt, þannig að þú þarft ekki að standa í að hreinsa alla veggi hjá þér eftir jólin.“


Sérstætt postulín

„Síðan erum við með Gien, sem er franskt postulínsfyrirtæki. Það var stofnað 1821 og á sér alveg gríðarlega sögu. Þetta er eiginlega postulínssafn í Frakklandi, eitt af því elsta.
Þeir gefa út nýjan jóladisk á hverju ári sem eru mjög litaglaðir. Þeir eru með mörg skemmtileg mynstur, eins og til dæmis matarstell með Litla prinsinum. Þeir koma með dálítið skemmtilega stemningu sem er ekkert endilega hefðbundin og venjuleg. Í fyrra komu þeir með diskaseríu þar sem þemað er París. Hver diskur er með sitt þema, til dæmis, bygginar, kaffihúsin, tíska.

Hvað innréttingar og húsgögn varðar, þá erum við með umboð fyrir tvö mjög öflug fyrirtæki á Ítalíu. Annað heitir Molteni og er húsgagnafyrirtæki sem framleiðir sófa og borð og önnur húsgögn eftir virta hönnuði. Þeirra sérstaða eru  fataskápar, bókahillur og lausnir fyrir flatskjái. Þeir eru þekktir fyrir að vera fyrstir með nýjar línur og gefa tóninn. Útlitslega eru þeir kópíeraðir út um allan heim.

Síðan er það Boffi – eldhús og baðinnréttingar. Boffi er mjög leiðandi hvað hönnun og útlit eldhúsa varðar. Síðustu árin hef ég unnið mjög mikið með arkitektum. Þeir hafa komið og fengið heildarlausnir hjá okkur í heilu húsin. Við erum með eina innréttingu uppsetta í búðinni til að sýna hversu vönduð þessi vara er – og síðan erum við með vörulista sem hægt er að panta eftir, við erum með sýnishorn af öllu efni og áferð.“

Hágæða svefnherbergi

„Duxiana er verslun sem er orðin vel þekkt hér. Við erum í þrígang á þessu ári búin að vera söluhæsta Duxiana búðin í veröldinni. Með því að selja þessi hágæðarúm, vill fólk gera meira fyrir rúmið.  Í framhaldi erum við með Dux dúnsængur í hæsta gæðaflokki og rúmfatnað. Duxiana býður upp á sængurfatnað frá Bassetti, sem er ítalskt fyrirtæki og hefur verið mjög vinsælt, sérstaklega hjá unga fólkinu. Það er litaglatt og mikið um flott mynstur og bjarta liti.  Síðan er Gant sem er þekkt herrafatafyrirtæki sem framleiðir sængurföt  og o.fl. fyrir heimilið undir merkjum Gant Home. Þetta er mjög hefðbundin og elegant vara úr egypskri bómull í mjög háum gæðaflokki. Ef fólk byrjar að sofa með egypsku bómullina, vill það helst ekkert annað eftir það.“

Duxiana framleiða sængurveralínu úr einlitri bómull og hefur verið gríðarlega vinsæl og er til í öllum stærðum, til dæmis tvíbreiðar sængur, stóra kodda sem eru 80x80. Þetta er þéttur og fallegur  satín vefnaður og gæðin eru massív.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga