Lampar og luktir til að lýsa upp skammdegið
Evita er hárgreiðslustofa og gjafavöruverslun í Starmýrinni. Lára Davíðsdóttir segir þessa samsetningu passa einkar vel saman.

Eigendur Evítu:
Arinbjörn Sigurgeirsson og
Lára Davíðsdóttir.


Það er orðið fremur sjaldgæft að rekast á fallega gjafavöruverslun inni í íbúðahverfum í Reykjavík – en ein slík er Evita í Starmýrinni.
Reyndar er Evita upphaflega hárgreiðslustofa – sem enn er rekin þar, en gjafavöruverslunin hefur bara bæst við hana. Eigandi Evitu er Lára Davíðsdóttir, sem hóf rekstur hárgreiðslustofu í Hlíðunum 1980 , flutti síðan í stuttan tíma á Laugaveginn en fann sinn samastað í Starmýri 2 árið 1990. „Þegar ég flutti hingað,“ segir Lára, „var rakarastofa hér við hliðina á mér í húsinu og ári eftir að ég hóf reksturinn, opnaði snyrtistofa inni á hárgreiðslustofunni hjá mér. Fyrir þremur árum hætti rakarinn og ég stækkaði gjafavöruverslunina um hans pláss. Snyrtistofan hætti síðan fyrir tæpum tveimur árum og þá stækkaði ég inn í það pláss, svo núna er gjafavöruverslunin eiginlega í forgrunni. „

Ástæðuna fyrir gjafavöruversluninni segir Lára vera þá að árið 2003 hafi hún farið á vörusýningu og fundið lampa sem hana langaði til að selja. „Ég flutti þá inn og þeir urðu svo vinsælir að ég hélt áfram og er enn að selja þá. Þetta eru hvítir lampar, þungir og stöðugir og skermarnir fylgja með. Ég er líka alltaf að bæta við innkaupin, núna er ég til dæmis að fá silfurlita lampa og svarta glansandi lampa, alveg óskaplega fallega, en verð líka alltaf með upphaflegu hvítu lampana. Síðan er ég með þrjár tegundir af kristalsljósakrónum sem hafa verið afar vinsælar.“

Þegar Lára er spurð hvernig henni henni hafi dottið í hug að hárgreiðslustofa og gjafavöruverslun færu saman, segir hún: „Ég sá svona litla stofu úti, enn minni en mín stofa – og fannst þetta skemmtileg hugmynd. Þetta átti að vísu aldrei að verða svona stórt. Ég ætlaði bara að búa mér til hobbý og síðan eitthvað skemmtilegt að fást við þegar ég hætti með hárgreiðslustofuna. Hins vegar hefur þetta heldur betur hlaðið utan á sig. Ég er samt ekkert að fara að hætta með hárgrreiðslustofuna því þar er alltaf nóg að gera, ekki síst vegna þess að við erum í lægri kantinum í verði, dömuklipping kostar 2.900 og barnaklipping 2.200.“
Lára segist leggja megináherslu á lýsingu, lampa, kerti, ljósakrónur, luktir.  „Við erum með gífurlegt úrval af luktum, bæði fyrir heimili og sumarbústaði. Einnig af kertastjökum, kertum, handklæðum og smáhúsgögn höfum við verið að taka inn til að prófa. Fyrir jólin erum við svo með púða og gjafavöru, sem og jólaskraut. Það kemur allt frá Danmörku, eins og annað í búðinni. Svo erum við með afar fallegar gjafaöskjur sem hægt er að setja jólagjöfina í og skella henni undir tréið.“

Lára hlær þegar hún er spurð hvort henni finnist hún ekkert útúr þarna í Starmýrinni. „Nei, síður en svo. Hér er gott að vera og nóg af bílastæðum. Þetta er gömul stofa sem margir vita um – og það  er alveg hægt að láta hlutina ganga þótt verslunin sé ekki í miðbænum.“

 Evíta - hárgreiðsla og gjafavörur - Starmýri 2 - 108 Reykjavík - Sími 553-1900
 evita@evita.is  www.evita.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga