Bara vandaðar vörur. Guðrún Anna í Motif býður upp á nýungar í gjafakössum

Íslendingar vilja bara vandaða vöru

Guðrún Anna í Motif býður upp á nýungar í gjafakössum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gleðja starfsmenn og viðskiptavini.
Guðrún Anna Magnúsdóttir auglýsingahönnuður og eigandi Grafika auglýsingastofu, hefur verið að færa út kvíarnar undanfarið. Ásamt því að reka auglýsingastofuna en hún hefur rekið auglýsingastofu í tuttugu ár, stofnaði hún nýverið annað fyrirtæki, Motif, sem selur auglýsinga- og kynningavörur, sem hægt er að merkja, til fyrirtækja ásamt vörum til gjafa handa starfsmönnum og viðskiptavinum. „Ég ákvað að hafa vöruúrvalið býsna fjölbreytt,“ segir hún, „einkum núna fyrir jólin. Ég er með þessa klassísku kynningarhluti til gjafa, eins og  penna, boli, húfur, lyklakippur og svo framvegis. 

Flottir gjafakassar
Við erum líka að selja gjafakassa með ýmsum skemmtilegum og gagnlegum hlutum sem henta flestum. Þeir eru aðalega seldir til fyrirtækja sem gefa þá starfsmönnum og viðskiptavinum í jólagjöf. Kassarnir eru til í ýmsum litum, stærðum og á mismunandi verðum. Við höfum fyrirfram valið í þá hluti og á þeim er lok. Því þarf ekki að pakka þeim frekar inn.  Ef fyrirtækin senda mér lógó, þá prenta ég þau út á  snyrtilega límmiða sem ég set á kassana.“ Guðrún Anna segir enga lágmarkspöntun á gjafakössunum.  „Þetta er skemmtileg nýjung fyrir þá sem vilja gefa starfsmönnum og viðskiptavinum sínum eitthvað annað en venjulega. Vörurnar sem fara í kassann eru ekki merktar, því mín reynsla er sú að fólk vill ekki fá merktar gjafir á jólunum. Í þessa tilbúnu kassa veljum við vandaðar vörur sem við erum með en svo er einnig hægt að setja fleira með, aðrar vörur frá okkur eða t.d leikhúsmiða ef fólk vill.

Guðrún Anna segir þessa nýjung fara mjög vel af stað og hafi hlotið mikil og góð viðbrögð. Því sé gott að panta kassana sem fyrst vegna þess að upplagið sé ekki endalaust. En hvaðan kemur varan sem fer í kassana?

Hægt að versla á vefnum

„Ég er bæði að flytja inn frá Kína, sérstaklega vörur sem ég kaupi í miklu magni, en einnig frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Ég er að leggja áherslu á mjög vandaða vöru og mér hefur sýnst þessar sænsku vörur leggjast mjög vel í fólk. Þeir framleiðendur sem ég hef valið í Kína eru líka með mjög vandaða vöru. Íslendingar vilja alltaf fá vandaða vöru, toppgæði, en á sanngjörnu verði. Það þýðir ekkert að bjóða Íslendingum annað – og ég reyni það ekki.“
Önnur nýjung  sem Guðrún Anna býður upp á í Motif, er vefsíða sem hún er að byggja upp, www.motif.is. Ég hef sett á stofn vefsíðu þar sem hægt er að kaupa hlutina beint með kreditkorti. Ég er á fullu að vinna vefsíðuna og brátt verða allar vörutegundirnar komar þar inn. En það er líka hægt að hringja hingað og panta vöruna. Á motif.is eru flestar vörurnar þannig uppsettar að þú getur keypt þær á síðunni og innan tíðar verður hægt að kaupa allar vörurnar þannig. Sumum finnst betra að skoða bara vörurnar á síðunni en hafa svo samband. En þá er líka hægt að hringja hingað. Ég er hér í Ármúlanum.
Jólamatur hér, útilegumatur á Norðurlöndum


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga