Fullkomin vissa


Ég veit að ég er að gera eitthvað rétt

GuSt – fatahönnun hefur þegar skipað sér nokkuð sterkan sess í hugum íslenskra kvenna. Eigandi verslunarinnar er Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir  sem hóf verslunarrekstur, með sinni eigin hönnun, við Laugaveginn fyrir fimm árum – en flutti sig síðan til á þessum sama Laugavegi og er nú til húsa á Laugavegi 70.

Guðrún segist aðeins selja sína eigin hönnun og viðskiptavinahópruinn er konur með svipaðan smekk og hún sjálf. Þegar hún er spurð á hvaða aldrei viðskiptavinir hennar séu, segir hún að algengsti hópurinn sé á bilinu tuttugu og fimm til fjörutíu og fimm ára. „Annars er þetta fremur spurning um stíl en aldur,“ segir hún. En hver er sá stíll?
„Hann er kvenlegur en þægilegur, eins og ég vil sjálf klæðast. Síðan verð ég að hanna föt sem fást ekki annars staðar. Þau eru öðruvísi – án þess að vera skrýtin. Mér finnst mikilvægt að hægt sé að nota þau við misjöfn tækifæri, verið í þeim í vinnunni og síðan jafnvel mætt í þeim í boð. Þau hafi mikið notagildi og hægt sé að raða saman á mismunandi vegu, pilsið sé hægt að nota við mjög fínt tilefni og svo líka í vinnuna. Ég vil líka að þau séu endingargóð og hægt að nota þau ár eftir ár. Þótt ég fylgi tíðarandanum, elti ég ekki tískustrauma; ég hanna þá frekar flíkur sem hægt er að breyta forminu á.“ Svo sýnir Guðrún blaðamanni jólakjólana sem eru að fylla búðina – þar sem gefur að líta kjól sem má nota á þrjá vegu, um leið og hún bætir við. „Það eru kjólar, kjólar, kjólar núna og ég verð með mikið úrval af þeim fyrir jólin.“
Guðrún lærði fatahönnun í Þýskalandi eftir að hafa lært kjólasaum í Iðnskólanum. Hún segir sífellt fleiri íslenska hönnuði opna sínar verslanir hér. „Íslensk fatahönnun er að blómstra, komið fullt af nýjum hönnuðum. Markaðurinn er tilbúinn til að taka við þessu, enda mikil fjölbreytni í gangi.

„Ég hanna líka stærðir fyrir íslenskar konur,“ segir hún, ekki franskar þannig að “medium” á að passa á meðalkonuna. Þegar ég hanna fyrir íslenskar konur er allt mögulegt sem hefur áhrif, til dæmis veðráttan og náttúran. Það gera þetta flestir hönnuðir. Þess vegna held ég að það sé hægt að sjá mjög ákveðinn íslenskan stíl, bæði hjá mér og öðrum hönnuðum.
 
Litavalinu hjá GuSt má lýsa sem klassísku. Það er mikið um grátóna, jarðliti og svart – og síðan rautt og grænt. „Þetta eru litirnir sem mér finnst fallegastir,“ segir hún, og þeir seljast ágætlega. Þetta eru litir sem ég er með í fataskápnum ár eftir ár. Ég held, til dæmis, að ég eigi aldrei eftir að hanna úr gulu eða bleiku. Mér finnst mjög gaman að sjá konur í litríkum fötum – en ég geng ekki í þeim sjálf. Meirihlutinn af íslenskum konum er í þessum klassísku litum. Það er svart, svart, svart. Þannig er það líka í mínum fataskáp og ég er hætt að reyna að berjast á móti því.“

GuSt verslun
Bankastræti 11
101 Reykjavik. s: 5517151
www.gust.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga