Dótabúð fyrir konur

Í Ilse Jacobsen í Garðatorgi er að finna vandaðan fatnað fyrir allar týpur, allt frá háklassa týpunni yfir í listamannatýpuna.
Í Garðatorgi, Garðabæ er að finna eina af skemmtilegri kvenfataverslunum landsins, Ilse Jacobsen. Verslunina stofnaði Ragnheiður Óskarsdóttir fyrir tveimur árum og eru vörurnar í versluninni aðallega frá dönskum hönnuðum.  Ilse Jacobsen * Hornbæk er aðalmerkið í búðinni, með bæði fatnað og skó. Einnig er þar að finna Baum und Pferdgarten og Naja Lauf og síðan ítalska merkið Kathleen Madden. Í Ilse Jacobsen fást bæði fatnaður og fylgihlutir frá þessum merkjum sem og fylgihlutir frá ýmsum öðrum hönnuðum.

Það er eiginlega ekki hægt að skilgreina fyrir hvaða konur verslunin er. Hún er fyrir hátísku týpuna, klassísku týpuna, sportlegu týpuna, þá látlausu og líka bóhemsku listamannatýpuna. Enda segir Ragnheiður algengt að konur komi inn í búðina með ákveðnar meiningar um hvaða týpur þær séu, en þegar þær fari út, hafi þær ákveðið að vera einhver allt önnur týpa. Einnig sé mikið um að mæðgur komi saman og versli hjá henni.

„Ég er með fatnað fyrir ofsalega breiðan aldurshóp, mest með föt fyrir konur yfir þrítugt,“ segir Ragnheiður. . Þetta eru töff föt í flottum númerum og mjög fjölbreyttar línur.
Þetta er vandaður fatnaður úr flottum efnum og sniðin eru ólík því sem þú finnur annars staðar.
Þegar konurnar fara að máta föt sem þær hefðu aldrei ímyndað sér að þær myndu ganga í og sjá hvað þau geta verið klæðileg, þá verða þær oft svo glaðar. Sum fötin eru nefnilega þannig að þau eru tilvalin til þess að bregða á leik. Flestar höfum við gaman af því. En svo eru auðvitað aðrar sem þekkja merkin sem ég er með – og vilja halda sínu. Það er líka fínt.  En eitt eiga þær sameiginlegt; þær eru vandlátar.

Þegar Ragnheiður er spurð hvort ekki sé hæpið að reka verslun af þessu tagi í Garðatorgi, segir hún það síður en svo. „Það hefur einmitt vakið mikla athygli alveg frá byrjun. Konur setja það ekkert fyrir sig að keyra hingað. Við erum með kúnna alls staðar af höfuðborgarsvæðinu. Við leggjum mikið upp úr því að vera með persónulega þjónustu og það sé gaman að koma hingað. Ef satt skal segja, þá lögðum við í byrjun upp með það að þetta væri eins og dótabúð fyrir konur.

ILSE JACOBSEN
Garðatorgi
Garðabær, Iceland, 210
Phone 517-4806

ILSE JACOBSEN * Hornbæk verslunin í Garðabæ var opnuð í september 2005 og hefur fengið frábærar viðtökur.
Ilse Jacobsen er danskur hönnuður sem hannar og framleiðir skó, fatnað og fylgihluti fyrir rúman tug verslana undir eigin nafni.

http://alltfyrirkonurnar.blogspot.com
http://www.ilsejacobsen.dk


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga