Lausnir fyrir glugga
Alhliða lausnir fyrir glugga.

Z-brautir og gluggatjöld eru með elstu fjölskyldufyrirtækjum hér á landi. Auk þess að selja mjög fjölbreytt úrval af textíl fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir, býður fyrirtækið upp á afbragðs þjónustu.
Z-brautir og gluggatjöld er alhliða gluggatjaldaverslun með alhliða lausnir fyrir gluggana,“ segir Guðrún Helga Theodórsdóttir eigandi verslunarinnar. „Við erum að reyna að vera með aðhliðalausnir á textíl fyrir allt heimlið, borðdúka, handklæði, rúmföt, viskustykki. Við þjónum mikið fyrirtækjum og stofnunum – en erum með það mikið af úrvali fyrir heimilið að hér ættu allir að finna eitthvað.“
Textíllinn í Z-braiti, kemur mest frá Þýskalandi og Bretlandi. Frá því síðar nefnda er  Pretigious Textiles. „Við erum með umboð fyrir það merki hér á Íslandi,“ segir Guðrún, „og erum með prufubæklinga í búðinni. Við sérpöntum fyrir hvern viðskiptavin og yfirleitt er varan komin hingað innan tveggja vikna. Úrvalið hjá þeim er gríðarlega mikið og gæðin eru alveg fyrsta flokks. Það sem gerir þetta fyrirtæki líka svo spennandi, er að þú getur blandað saman frá þeim efnunum, raðað saman endalaust hvar sem er í íbúðinni. Og barnalínan frá þeim er mjög skemmtilegt.“
Verslunin Z-brautir og gluggatjöld hafa var stofnuð snemma á 7. áratugnum af föður Guðrúnar, Tehodór Marinóssyni. Hann byrjaði á því að kaupa allar stangir og gardínu upphengingar þaðan, auk þess að flytja inn mikið af textílvöru. „Þá voru allir með  gamla járnadótið, amerísku gardínugafflana,“ segir Guðrún. Z-brautir verslar enn við upphaflega fyrirtækið, en Guðrún segir breytingar vera stöðugar og alltaf sé að bætast eitthvað nýtt við.


Það er óhætt að segja að viðskiptavinurinn fái góða þjónustu í Z-brautum. „Við hjálpum fólki með lausnir á hönnun,“ segir Guðrún. „Við förum heim til viðskiptavinanna, mælum og spjöllum um möguleikana, síðan saumum við gluggatjöldin fyrir þá og setjum þau upp. Þessi þjónusta er mjög mikið notuð, enda eiginlega undantekning að konur saumi sjálfar nú til dags. Hins vegar er ég alin upp í þessu – og það má segja að Z-brautir sé eitt af fáum fjölskyldufyrirtækjum sem eftir eru hér.“
Hótel, fyrirtæki og stofnanir eru yfirleitt að leita að öðrum þáttum í textíl en heimilin. Guðrún segir Z-brautir vera með eldvarin efni, sem keypt eru frá tveimur þýskum fyrirtækjum sem séu leiðandi í þeirri hönnun. Svo eru það handklæðin. „Það eru hágæðahandklæði frá Þýskalandi sem við erum búini að vera með í sex ár. Bómullin í þeim og vinnslan á þeim eru sérlega góð og svo eru þau einstaklega falleg. Við erum með stór baðhandklæði, gestahandklæði, venjuleg handklæði, þvottapoka og baðmottur í öllum litum.
Og ekki má gleyma dúkunum. Við erum með borðdúka, bæði litla puntudúka og stóra dúka á matarborð, auk þess að vera með dúkaefni í metratali. Við tökum líka að okkur að sauma dúka  fyrir fólk og það er mikið notað. Við erum með saumastofu í húsinu. Allt sem fer frá okkur er framleitt hér hjá okkur eftir máli hvers og eins.“ Og nú er að renna upp tími jóladúkanna. Þegar Guðrún er spurð hvort Z-brautir sé með mikið úrval af þeim, segir hún: „Já, heldur betur, bæði bómullardúka og voxdúka í metratali og svo alls konar puntudúka.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga