Fegurð og notagildi

„Við veljum að framleiða vörur sem sameina fegurð og notagildi“ 

-segir Erla Ósk Arnardóttir, sölu - og markaðsstjóri Atson - Leðuriðjunnar


Leður- og roðvörur frá Atson- leðuriðjunni hafa verið handgerðar síðan 1936. Leðuriðjan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og í dag er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hönnuður, Edda Hrönn Atladóttir, en það var einmitt faðir hennar sem stofnaði fyrirtækið.

Vörunar hafa ávallt vakið athygli fyrir hönnun og  gæði
,, Já, Leður- og roðvörurnar frá Atson hafa verið handgerðar síðan 1936. Við höldum í hefðbundin gildi en nýtum okkur nýjustu tækni sem er í boði hverju sinni” segir  Erla Ósk Arnardóttir, sölu- og markaðsstjóri Atson- Leðuriðjunnar.
,,Við veljum að framleiða vörur sem sameina fegurð og notagildi, þar sem hver og ein vara er einstök sökum mynsturs fiskroðsins. Þessi samblanda ásamt notagildi vörunnar, fegurð og áherslu á smáatriði gerir Atson vörur einstakar.

 Í dag er framleiðslan mjög fjölbreytt og samanstendur m.a. af veskjum, töskum, fylgihlutum, s. s beltum, eyrnalokkum, spennum og hönskum. Áherslan hjá fyrirtækinu er fyrst og fremst á hönnun og hefur vörulínan stækkað jafnt og þétt.

 Vörurnar frá Leðuriðjunni hafa ávallt vakið athygli fyrir hönnun og gæði. Í júlí á þessu ári tók fyrirtækið þátt í hönnunarsýningu í    Tókýo höfuðborg Japans  og  vakti verðskuldaða athygli.
 Í verslun okkar í Brautarholti 4 Reykjavík er að finna mikið úrval af vörum úr leðri og fiskroði. Ásamt okkar eigin framleiðslu bjóðum við upp á gott úrval af vönduðum töskum frá Claudio  Ferricci (www.claudio-ferrici com)
 
Á næstunni munum við opna nýja heimasíðu (www.atson.is) og á síðunni verður hægt að kaupa allar þær vörur sem Leðuriðjan býður upp á.
 Fyrir þá sem vilja gefa  persónulega gjöf, þá er upplagt að láta nafn gylla þann hlut sem verður fyrir valinu, en sú þjónusta fylgir öllum vörum frá Leðuriðjunni.
 Fyrir utan verslun okkar í Brautarholtinu er m.a. hægt að nálgast vörurnar okkar í hönnunarverslunninni Kraum sem staðsett er í Aðalstræti 10 ( gamla Fógetanum).
 Fyrir þá sem eru að leita að herragjöfum þá er upplagt að kíkja í Leðuriðjuna. Fyrir utan mjög breitt úrval af seðlaveskjum er einnig að finna hjá okkur fluguveski, passahylki, herrabelti, ferðaveski, golfskormöppur og herrahanska.
 
Aðrar skemmtilegar gjafahugmyndir eru t.d. gestabók , diskamottur og löber á borð.
Opnunartímar verslunarinnar í Brautarholti er frá 8:00 til 16:00 alla virka daga  og 8:00 til 19:00 á fimmtudögum.“, segir  Erla Ósk Arnardóttir, sölu- og markaðsstjóri Atson- Leðuriðjunnar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga