Hlýleg og rómantísk

Laura Ashley oparn í Faxafeninu – og býður nú aftur upp á fatnað nýju rými í 

Björk Gunnbjarnadóttir og Rósa Björg Óladóttir.       

Myndir: Ingó


„Við erum búin að reka verslunina í fjögur ár,“ segir Guðrún Helga Theodórsdóttir, eigandi Lauru Ashley, sem opnaði í síðustu viku í nýju rými í Faxafeninu – mörgum til mikillar gleði. „Verslunin var lengi á Snorrabrautin, en var síðan seld, fór í Kópavoginn, endaði í litlu horni hjá okkur í Z-brautum og gluggatjöldum – en svo æxluðust málin þannig að við tókum við henni. Þegar við færðum verslunina í þetta rými, opnuðum við aftur fatadeildina – og erum því komin með alla vöruflokka frá Lauru Ashley nema barnafatnað.“
Guðrún segir að ekki hafi verið annað hægt en að byggja verslunina aftur upp. „Mér finnst þetta ofsalega vönduð vara og mér líður mjög vel innan um hana. Hún er svo falleg og rómantísk. Húsgögnin frá þeim eru svo yndisleg og það er hægt að búa til ofboðslega falleg heimili með Laura Ashley hönnuninni.
Gjafavaran er til í búðinni, sem og smávaran en húsgögnini eru öll sérpöntuð. „Hver viðskiptavinur velur sitt áklæði, þannig að þetta ekkert staðlað. Hvert stykki er búið til fyrir hvern viðskiptavin og hann getur valið um leður, pluss, eða tauáklæði. Síðan erum við með allt veggfóðrið frá þeim, sængurfatnað, efni í gardínur og dúka og svo mottur. Veggfóðrið er alveg afskaplega vinsælt núna. Það er eitthvert trend í gangi.“
 


Sem fyrr segir er hinn vinsæli og fallegi Laua Ashley fatnaður nú aftur til hér á Íslandi. Frá því að við tókum við fyrirtækinu, höfum við stöðugt verið hvort við ætluðum ekki að vera með fötin frá þeim en við vorum lengi vel ekki viss,“ segir Guðrún. „En það virtust svo margar konur vera hrifnar af þessum fatnaði að á endanum ákváðum við að taka hann inn. Við sjáum ekki eftir því, vegna þess að þetta er einstakur fatnaður. Það er svo vandað og fallegt í honum, kasmírullin og bómullin. Svo eru sniðin falleg og fara vel á konum – eins og við segjum, þá eru buxur fyrir konur, með læri og rass og maga.
Laura Ashley stendur fyrir hlýleika og rómantík. Minimalisminn er sem betur fer að ganga sitt skeið; við erum að færa okkur frá hinum köldu heimilum. Hingað getur fólk komið sem vill rómantísk og hlýleg heimili. Við hjálpum að velja saman liti og munstur, saumum fyrir þá sem þess óska vegna þess að saumastofan hjá Z-brautum og gluggatjöldum er fyrir báðar búðirnar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga