Allt til alls hjá Yd design
Á Tangarhöfða 6 í Reykjavík er staðsett ung heilverslun sem ber nafnið  Yd design. Eigendur hennar eru þær Lilja Marteinsdóttir og Rósa Viggósdóttir,  en þær eiga mikla menntun að baki í garðyrkju, blómaskreytingum, stíliseringum og markaðsfræðum.
Heildverslunin Yd design er umboðsaðili fyrir fjöldan allan af vörumerkjum og þá aðallega frá Scandinaviu. Þær Lilja og Rósa skipta heildversluninni upp í tvær deildir, deild sem selur barnavörur, það á meðal hinn þekkta BUMBO barnastól, en einnig eru þær með mikið úrval af skiptitöskum, SILLY BILLYZ smekkjum og BABY ART gifsmótum. Í heimilisdeildinni má nefna vörumerki eins og CULT DESIGN og DIXIE frá Svíþjóð, bæði vörumerki sem státa sig af fallegri hönnun og miklu notagildi. Einnig flytja þær Lilja og Rósa inn servíettur, kort og gjafapappír frá ARTEBENE, skrautlega kústa og tilheyrandi fylgihluti sem auðga heimilisþrifin frá CASA VIGAR, silkiblóm í úrvali, og fleira og fleira.
Nú ræður ríkjum jólaandinn í Yd design og er heildverslunin sneisafull af fallegri jólavöru. Sýningarsalur heildverslunarinnar ber þess merki að mikillar natni er gætt í útstillingar og framsetningu vörunnar. Þegar komið er í sýningarsal heildverslunarinnar er engu líkara en verið sé að koma inn í vel varðveittan undraheim, og það sem mikilvægast er, er að viðskiptavinurinn getur gengið út frá því og verið viss um að hann fái góða og persónulega þjónustu og ráðleggingar þegar kemur að vöruvali.

CULT DESIGN er orðið vel þekkt hérlendis og á sér orðið marga velunnara, enda vörurnar í hágæða flokki og höfða til margra aldurshópa. Hvort sem stíllinn er látlaus eða einkennist af miklum mynstrum þá uppfyllir Cult Design væntingar viðskiptavinarins. Hönnunin einkennist af bæði miklu notagildi sem og stílhreinum línum. Rauði þráðurinn í öllum vörulínum Cult er sá að vörurnar falla vel saman, hægt er að taka nánast hvað sem er og blanda saman með næsta hlut, eina sem þarf að gera er að velja tóninn og framhaldið er leikur einn. Í CULT DESIGN má finna hluti eins og blómapotta bæði háa og lága, vasa, kertastjaka margar gerðir, glerskálar og glerpotta, servíettur, löbera, púða, hillur og eldhúslínur.
Frá hinu sænska fyrirtæki DIXIE bjóða þær Lilja og Rósa mikið úrval af smart diskamottum, kertaglösum, lyklaskápum og útidyramottum. DIXIE kemur reglulega fram með nýjar línur, ný mynstur til að viðhalda ferskum straumum, það er ótrúlegt hvað nýjar diskamottur geta breytt miklu í elhúsinu eða borðstofunni.
Mikið úrval er af glæsilegu útstillingarefni fyrir fyrirtæki og verslanir og hafa fyrirtæki nýtt sér það í miklu mæli undanfarna daga.
Á heimasíðu Yd design www.yd.is má finna alla helstu útsölustaði fyrirtækisins sem og allar helstu upplýsingar þess. Lilja og Rósa eru félagar í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga