Jólalærið


      

     

Jólalærið
SS Bláberjalæri með mildri gráðostasósu, perubláberjasalati, og kartöflusveppagratini
Fyrir 6 persónur
 Bláberjalæri:
1 stk SS bláberjalæri
2 dl púrtvín
2 dl vatn
Nýmulinn svartur pipar

     

Aðferð:
Hitið ofninn í 150°C.  Setjið lærið í steikarpott ásamt púrtvíni og vatni. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar.
Steikið í u.þ.b. 2 tíma miðað við blástursofn (170°C án blásturs). Takið steikarpottinn út og sigtið soðið. Setjið ofninn á grill setjið lærið inn og grillið örlítið. Þá verður puran stökk. Setjið á fat og framreiðið
Mild gráðostasósa:
Soðið úr steikarpottinum
70 gr gráðostur
4 dl rjómi
Salt og pipar
Kjötkraftur
Sósujafnari

Aðferð:
Setjið soð, rjóma og gráðost í pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur. Kryddið með salti og nýmöldum svörtum pipar. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti.
Kartöflusveppagratín:
1 kg stórar kartöflur
250 gr sveppir
1 msk smjör
½ stk laukur
3 dl rjómi
salt og pipar
100 gr rifinn ostur  

Aðferð:
Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið í smjöri á pönnu. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar skífur, þerrið. Saxið laukin. Leggið til skiptis kartöfluskífur, lauk og sveppi og kryddið með salti og pipar á milli laga í þar til allt er komið í formið. Hellið þá rjómanum yfir. Látið rjóman leka vel á milli. Stráið osti yfir og bakið við 150°C í c.a. 50-60 mín
Perubláberjasalat:
1 lítil dós bláberjaskyr.is
3 msk sýrður rjómi
20 stk pecanhnetukjarnar
½ msk hlynsíróp
2 stk perur
c.a. 50 stk bláber
Aðferð:
Hrærið saman bláberjaskyri, sýrðum rjóma og hlynsírópi. Saxið pecanhnetukjarnana og setjið saman við. Skrælið og skerið perurnar í bita og hrærið saman við. Látið bláberin út í að lokum en gætið að því að mauka þau ekki mikið


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga