Kiss hefur skart og klæði fyrir skvísurnar, mömmurnar og ömmurnar

Skart og klæði fyrir skvísurnar, mömmurnar og ömmurnar.

Stefna Kiss er að vera með fatnað sem allar konur, á öllum aldri geti nýtt sér – og herrarnir hafa ekki heldur gleymst. 

Ef einhverjar konur eiga að glitra um jólin, þá eru það íslenskar konur. Það veitir ekkert af í þessu skammdegi. Og þar sem árferðið hefur verið „ofboðslega“ grátt og blautt og drungalegt, er um að gera að byrja bara
strax að hengja á sig semelíusteina og kristalla, sem kertaljósin – svo kósí -  geta speglað sig í.

Í Kringlunni er verslunin Kiss – sem svo sannarlega býður upp mikið úrval af glitrandi skarti – hálsfestum, eyrnalokkum, armböndum, hringum, úrum og naflalokkum. Bara nefna það. Þar eru líka glitrandi kjólar, glitrandi veski og skór. En að sjálfsögðu er líka til látlausari fatnaður sem gaman er að lyfta upp með fallegu skrauti.  
Eigandi Kiss er Þórstína Björg Þorsteinsdóttir – sem keypti verslunina sem þá var staðsett á  „þriðju hæðinni í gömlu Kringlunni.“ Þá var þetta pönkarabúð og hafði verið látin heita Kiss eftir hljómsveitinni frægu. Það var kannski ekki alveg stíllinn sem Þórstína hafði hugsað sér, þótt hún réðist ekki í byltingu á fyrsta degi. En smám saman breytti hún þó stílnum og flutti loks á nýju þriðju hæðina.

Pönkarabúðin varð skvísubúð
„Ég gerði hana bleikari og bleikari með tímanum, þangað til þetta var orðin alger skvísubúð,“ segir hún. Þegar gamla Kringlan og Borgarkringlan voru svo sameinaðar komu forsvarsmenn hússins að máli við mig og buðu mér nýja plássið, þar sem að þeim fannst renneríið orðið það mikið á loftið. Mér leist vel á það og flutti – en það varð fljótlega heldur lítið,“ segir Þórstína. „Tveimur árum eftir að ég flutti hingað, hætti svo verslunin sem var hér við hliðina og þá tók ég það pláss líka og braut niður vegginn á  milli. Ég er því búin að þrístækka Kiss frá því að ég keypti hana.“

Kiss er ekki pönkarabúð í dag, og ekki heldur bara skvísubúð, heldur verslun sem selur allt frá þægilegum kvenfatnaði upp í glæsilega samkvæmiskjóla, sem höfðar til kvenna á öllum aldri. „Við erum með ákaflega breiðan hóp viðskiptavina – og ekki bara konur. Við getum skartað karlmenn á hvaða aldri sem er, þótt konurnar séu okkar meginhópur. Hins vegar myndum við vilja fá inn miklu meira af konum á miðjum aldri, Þær hafa verið hræddar við að koma hingað og virðast halda að við séum aðeins með skart og klæði fyrir ungar stúlkur – en það er af og frá. Kiss er með vörur fyrir skvísurnar, mömmurnar og ömmurnar.“    

Skvísubúðin varð verslun fyrir allar konur
Þórstína segir það stefnu Kiss að vera með breiða línu sem allar konur, á öllum aldri og alla vega í laginu geta nýtt sér. „Stefnan er að þjóna öllum konum, hvort sem þær eru grannar eða  ýturvaxnar, stuttar eða háar. Við vorum áður meira með djammfatnað – en það hefur breyst. Þannig að pönkbúðin sem varð skvísubúð er orðin að alhliða verslun fyrir konur sem vilja vera dálítið töff. Fyrir utan að vera með þægilegan fatnað til daglegra nota erum við með mikið úrval af kjólum – og núna er sko aldeilis kjólatími. En það er samt engin ein lína í gangi, sumar konur vilja helst ganga í stuttum kjólum, aðrar í síðum. Við erum með hvoru tveggja í öllum stærðum. Svo eru við með mikið af flottum samkvæmiskjólum núna fyrir jólin. Það er svo gaman að nota hátíðina til að klæða sig upp. En auðvitað eru til konur sem aldrei klæðast kjólum. Við höfum alls ekki gleymt þeim og erum með mikið af fallegum toppum, bolum og peysum, gríðarlegt úrval af ermum – og svo auðvitað, leggings, pilsum og síðbuxum. 

Þegar Þórstína er spurð hvernig hún skýri velgengni Kiss í áranna rás, segir hún: „Við erum með sérlega góð verð. Ef ég næ hagstæðum viðskiptum, vil ég láta kúnnann njóta þess. Ég myndi segja að ég væri bara með vöruna á eðlilegu verði.“
 
      

Lífleg þjónusta
Það er sérlega gaman að skoða skartið í Kiss. Þar eru hálsmenn og eyrnalokkar eins og maður sér hanga á keisaraynjum frá fyrri öldum, nælur eins og amma átti, úr eins og maður sér í tískutímaritum í dag – og allt þar á milli. Nælur sem eru eins og blóm, eða snákar, eða froskar, og jafnvel vekjaraklukkur. Hálsfestar eru alla vega, langar og stuttar, með litlum eða stórum steinum, hvort heldur sem er úr gulli eða silfri.  „Við erum með rosalegt úrval af skarti,“ segir Þórstína. „Skarti fyrir allan aldur og bæði fyrir konur og karlmenn. Þú getur keypt jólagjöfina fyrir allar konurnar í ættbálknum hér – og karlana líka.“
En koma karlmenn mikið inn í svona glitrandi verslun?    

„Ójá. Nú er einmitt að hefjast sá tími sem er skemmtilegastur af öllum vegna þess að karlmenn koma svo mikið í búðina til að finna gjöf fyrir sínar konur, eiginkonuna, dótturina, systurina, mömmuna og ömmuna. Karlmenn eru svo skemmtilegir viðskiptavinir vegna þess að þeir eru einkar hrifnæmir og það er gaman að afgreiða þá. Við leggjum líka mikla áherslu á að vera með líflega þjónustu og yfirleitt fara allir mjög glaðir héðan út.

Öll flóran í skarti
 En auðvitað eru alltaf tískur og straumar í skarti jafnt sem klæðnaði. Þegar Þórstína er spurð hvað sé vinsælast í dag, eða „in“ eins og það er stundum kallað, segir hún það helst vera stóra semalíulokka og fjólublátt skart. „Við mokum þessu út núna. En auðvitað erum við með alls konar lokka og hálsmen og... Æ, veistu, það myndi eiginlega æra óstöðugan að ætla að reyna að telja upp hvað er til, úrvalið og fjölbreytnin er svo mikil, segir Þórstína og hlær, ég held að ég geti skammlaust sagt að við séum með alla flóruna í skarti, veskjum, skóm og beltum.“
En vilja íslenskar konur Glitra?
„Já, allt með semalíusteinum  er mjög vinsælt núna  – og þá sérstaklega á þessum árstíma. Það eru líka svo skemmtilegir tímar að ganga í hönd núna, vegna þess að það er allt í gangi. Það er ekki nein ein ákveðin lína sem allir hlaupa eftir. Við höfum miklu meiri möguleika og frelsi til að koma upp okkar eigin persónulega stíl, jafnvel þótt vissir litir geti verið meira ríkjandi en aðrir. Það eru góðir litir í tísku núna. Aðallitirnir í fötum þessi jólin eru gyllt, silfrað, fjólublátt – og svart að sjálfsögðu. Sem eru einmitt litir sem mjög auðvelt er að skreyta.

Verslunin Kiss  Kringlunni 8-12 
103 Reykjavík  sími: 588 8266
 kiss@kiss.is www.kiss.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga