A Bird for a Million – The only contest of its kind in Iceland

A Bird for a Million – The only contest of its kind in Iceland

Keppnin
Keppnin fer nú af stað í þriðja sinn. Þessi keppni um bestu fuglaljósmyndina tekna á Tröllaskaga er óðum að festa sig í sessi og jókst þátttakan talsvert milli ára. Dómnefndinni var því vandi á höndum þegar hún valdi bestu myndirnar. Hún var þó sammála um verðlaunamyndina, óvenjulega mynd eftir Erlend Guðmundsson kafara. Í umsögn dómnefndar sagði: „Mjög sérstök mynd, óvenjulegt sjónarhorn og mikið líf í henni. Eins og fremsti fuglinn sé að tjá sig við ljósmyndara. Fjallið í baksýn skemmir ekki. Samdóma álit dómnefndar að þetta væri besta myndin.“ Myndefnin voru afar misjöfn eins og gengur. Að einu leyti stungu verðlaunamyndirnar í stúf við fyrstu keppnina, þá voru allar myndirnar í þremur efstu sætunum úr Grímsey, nú var engin þeirra þaðan. Dómnefndina skipuðu náttúruljósmyndararnir Jóhann Óli Hilmarsson (formaður) og Daníel Bergmann og Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
   
Aðstandendur keppninnar eru sem fyrr stærstu ferðaþjónustuaðilarnir á svæðinu, Hótel Brimnes á Ólafsfirði www.brimnes.is og Rauðka á Siglufirði, sem rekur veitingahúsin Hannes Boy, Kaffi Rauðka og Bláa Húsið www.raudka.is

Svæðið
Tröllaskagi nefnist stór og fjallendur skagi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Eyjarnar Drangey, Málmey, Grímsey og Hrísey eru taldar með. Þar er afar fjölskrúðugt fuglalíf og fjölbreytt búsvæði: fjörur og leirur, grunnsævi, fuglabjörg, ár og lækir, tjarnir og stöðuvötn, heiðar og öræfi og loks skóglendi, bæði ræktað og upprunalegur birkiskógur. Á nokkrum stöðum eru fuglaskoðunarskýli: við ósa Eyjafjarðarár, í Krossanesborgum, Hrísey, við Þóroddsstaðatjörn og á Siglufirði.

Eyjar
Tvær eyjanna eru með stórum fuglabjörgum og miklu sjófuglalífi. Drangey er mikil klettaeyja í Skagafirði. Uppgangur í eyna hefur verið gerður auðveldur öllu sæmilega fótvísu fólki.  Helstu varpfuglar eru fýll, rita, stuttnefja, langvía, álka og lundi.  Í Drangey er stærsta stuttnefjubyggð landsins fyrir utan stóru björgin á Vestfjörðum.
Grímsey á heimskautsbaug er rómuð fyrir fuglalíf.  Þar má finna alla svartfugla, sem verpa við strendur landsins og þar var síðasti varpstaður hatyrðils hérlendis.Gönguferð með brúnum fuglabjarganna í Grímsey lætur engan ósnortinn. Í Hrísey á Eyjafirði er margs konar búsvæði og er fuglalíf fjölbreytt.  Hrísey er þekktust fyrir rjúpuna, sem heldur til í eynni árið um kring, oft í stórum hópum, enda er hún friðuð þar.  Fálkar heimsækja eyna reglulega og herja á rjúpurnar.  Þar er stórt kríuvarp og æðarvarp á norðurhluta eyjunnar. 

Votlendi

Votlendi er víða að finna. Friðland Svarfdæla var fyrsta votlendisfriðlandið á Íslandi og voru það friðað að frumkvæði heimamanna. Við Ólafsfjarðarvatn verpur m.a. himbrimi, álft og flórgoði. Við innanverðan Siglufjörð, frá Langeyrartjörn að Háeyri verpur fjöldi fugla, m.a. er þar stórt æðarvarp og straumendur sjást reglulega. Víða í Fljótum eru vötn eins og Miklavatn og Hópsvatn. Sunnar í Skagafirði er Höfðavatn þekkt fyrir fuglalífið. Innarlega í Eyjafirði eru kunn votlendi við Hörgárósa, í Krossanesborgum og ósa Eyjafjarðarár við Akureyrarflugvöll.

Fjörur og skóglendi
Leirur eru víða í fjörðum, vogum og víkum, m.a. við Akureyri, Siglufjörð og í Fljótum. Þar hafa m.a. vaðfuglar viðdvöl í stórum hópum á fartíma vor og haust. Skóglendi er talsvert, m.a. Kjarnaskógur við Akureyri, í Svarfaðardal, á Siglufirði og við Hóla. Helstu varpfuglar eru skógarþröstur, glókollur og auðnutittlingur.

Skráning og upplýsingar
The most amazing bird photo is worth a million Icelandic kronor
Between the 14th of March and 30th of September 2013, visitors to the Troll peninsula, can participate in a photography competition for the best bird photo taken in the Tröllaskagi area. There is such a rich variety of bird life on Tröllaskagi that there are many different possibilities for photographers to get great bird photos.

Registration Information
Brimnes Hotel    hotel@brimnes.is
Rauðka    raudka@raudka.is

The entrance fee for participation is 5,000 krona of which 1,000 krona is donated to Fuglavernd – BirdLife Iceland. The deadline for submission is the 5th of September.
Full details are on the website  www.birdforamillion.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga